Dánarfregn...

Fyrrverandi tengdapabbi og afi "litla barnsins" lést í gærkvöldi.

Hann var búinn að vera veikur lengi. Fékk heilahimnubólgu fyrir nokkrum árum og varð hann fyrir verulegum heilaskemdum í kjölfarið. En fyrir þetta áfall, með hressustu mönnum.  Þannig að elsku karlinn hefur ekki verið hann sjálfur þessi síðustu ár. Nafni (litla barnið) hefur verið nokkuð duglegur að heimsækja afann, sérstaklega eftir að hann fékk bílprófið, þó svo að afinn hafi ekki alltaf þekkt hann.

En uppáhalds afastrákurinn fékk frí í vinnunni eftir hádegið í gær og var með afa sínum ásamt fjölskyldunni, þegar hann skildi við. Þrátt fyrir að við aðstandendur höfum haft þessi síðustu ár til að syrgja góðan vin og ættföður, þar sem við vissum að hann ætti ekki afturkvæmt sem sami maður, þá er þetta virkilega sárt.

Stráksi veit að þetta var fyrir bestu, en er samt ansi aumur. Vill ekkert tala um þetta að sinni og flýr inn í herbergi. Kannski ekkert skrýtið, unglingur að upplifa dauðann í fyrsta sinn. Og sjá þegar ástvinur sofnar svefninum langa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Æ,  ég samhryggist innilega. Þetta er alltaf erfitt, þó að maður hefur fengið góðan og langan undirbúning.

Bjarndís Helena Mitchell, 27.2.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Anna Sigga

Ég samhryggist ykkur. Þetta er aldrei auðvelt. Ég man þegar afi minn dó, ég var í uppáhaldi hjá honum og hann hjá mér, ég hugsa um hann á hverjum degi en það eru 11 ár síðan hann dó. Hann dó bara skyndilega og mér finnst ég aldrei hafa náð að sýna honum hve mikils virði hann var mér.

 Hugur minn er sérstaklega með "stráksa" en auðvitað með ykkur öllum

Anna Sigga, 28.2.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Fishandchips

Takk elskurnar, fyrir hlýleg orð.

Fishandchips, 28.2.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 313

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband