29.2.2008 | 00:27
Veistu hverju ég týndi?
Ákvað að fá mér smá labbitúr í dag, þrátt fyrir snjóélin. Hélt af stað inn í Kringlu, bara ca. hálftíma lall. Veiddi eitt og annað sem vantaði í búið, og fór síðan sem leið liggur heim á leið.
Var að ganga Álftamýrina til norðurs, þegar ég sé manneskju á undan mér. OK, var með hettuna á hausnum, enda stíf snjókoma. Dreg þessa manneskju fljótt uppi og ætla bara að fara framhjá.
Þá snýr þessi kona sér við og ég sé að þetta er bara elskuleg amma að klofa snjóinn. En hún ávarpar mig með þessum orðum "Veistu hverju ég týndi" Ég bara úti á túni og segi: "varstu að týna einhverju". Já, svarar hún, ég var að týna manninum mínum. Það kemur á mig og dettur fyrst í hug, ó, guð, hún er með elliglöp, ratar kannski ekki heim, er villt.
En hún var alveg með fullu viti, hafði verið að þrasa við karlinn um morguninn. Og eins og okkar kvenna er von og vísa, þá er líðan karlsins upp á okkur komin. Hún var grátandi yfir því að hann var henni ekki samferða, bara útaf einhverjum orðum sem hún sagði. En að ferðalokum okkar, sagði hún að hann væri frekjudós, en góður og hugulsamur.
Þá fór ég að hugsa um hversu ólík við erum, konur og karlar. Og hversu mismunandi við erum.
Umræður um þetta málefni vel þegnar....
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott innlegg, hef einmitt verið að hugsa á þessum nótum.
Fishandchips, 1.3.2008 kl. 00:40
Það er mikill munur á konum og körlum almennt þó karlar séu langt frá því að vera allir eins svipað og konur.
Það eru ákveðnir hlutir í atferli kvenna sem greina þær frá körlum almennt þó alltaf séu til undantekningar.
Dæmi: Konur hafa meira gaman af að versla en karlar. Kona fer í skóbúð og mátar 10 pör af skóm og segist svo ætla að hugsa málið. Karl fer í skóbúð og mátar bara skó sem honum líst á. Ef verðið er ásættanlegt mátar hann þá og ef þeir passa kaupir hann þá og málinu er lokið.
Annað dæmi: Atvinnuviðtal. Kona fer í atvinnuviðtal og eftir að hafa svarað spurningum vinnuveitanda spyr hún um kanski hvernig vinnumórallinn sé á staðnum, skoðar kaffiaðstöðu, hvort salernið sé þrifalegt, vinnutímann, hvernig vinnuaðstaða er, gott loft, snyrtilegt, um starfsmannafélag og starfemi þess auk launana. Karlinn spyr hver séu launinn og hvort yfirvinna sé í boði.
Þriðja dæmi: Áfall. Kona sýnir hluttekningu, fellir jafnvel tár og gefur faðmlag, sérstaklega ef önnur kona verðu fyrir áfalli. Karlinn reynir í besta falli að hugreysta, gefur hugsanlega faðmlag um konu er að ræða en ekki ef kynbróðir á í hlut.
Landfari, 8.3.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.