16.3.2008 | 00:10
Þá er komið að því.... loksins
Erum að fá nýtt eldhús.
Þegar við keyptum þessa íbúð fyrir nærri 3 árum, var eldhúsið bara út úr kú. Vildum aðra innréttingu, hentugri og flottari. Ég meina, sú gamla var varla innrétting. Óhentug, skítug, morkin og ljót. Og loksins réð fjárhagurinn að einhverju leyti við þetta dæmi.
Rafvirkinn kom í gær svo að við værum með meira en einn slökkvara og tvo tengla. Einnig kom smiður (vinnufélagi mannsins) til að skipta um fúinn glugga.
En þvílíkt steinryk og óþrifnaður. Rafvirkinn þurfti að fræsa fyrir nýjum lögnum, þannig að allt, uppi og niðri þarf hreingerningu, þá er ég að tala um allt. Það er þykkt ryk yfir allri íbúðinni. Mesta furða að tölvan skuli ekki vera stífluð.
Endilega ef einhvert ykkar er laust á næstunni, þá komið heim til mín að þrífa. Aldrei að vita nema matarboð verði í verðlaun. Ektamakinn rosa góður kokkur, og ég góð í að leggja á borð.
En að öllu gamni slepptu, þá finnst okkur þetta rask vera þess virði. Allavega gengur þetta yfir og við verðum rosa ánægð þegar við erum búin að þrífa hvern krók og kima, og komin með flott og hentugt eldhús.
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með endurbæturnar :)
Anna Sigga, 16.3.2008 kl. 13:21
Innilegar hamingjuóskir með framkvæmdirnar. Það er alltaf frábært að fá hlutina eins og maður vill sjálfur í sínum smekk.
Bjarndís Helena Mitchell, 16.3.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.