Stór ákvörðun í dag

Tók þá ákvörðun að hætta í fjarnáminu í bili. Þessir fáu áfangar sem eftir eru, verður bara fínt að taka í dagskóla á næstu vorönn. Svo framarlega að ég fái frí í vinnunni, eða taki sjensinn að hætta og fá nýja vinnu.

Þessi önn var bara að lenda í vitleysu, alltof mikið að gera.

En allavega er nýja eldhúsið alveg að verða tilbúið. Eftir ca. 6 vikur í drasli, ryki og skít er bara eftir að flísaleggja á milli skápa og setja gólfefnið. En vandamálið er, nýja uppþvottavélin, við erum að tengja hana eitthvað vitlaust. Hún er frekar næm og vill ekki dæla útaf sér, þannig að það þarf að hella úr henni á gólfið og nota handklæði til að þurrka upp. Erum að reyna að ná í píparann, en hann svarar ekki, en gefumst ekki upp.

Fengum þetta fína parket í POG og á þrusu verði, en viljum ekki leggja það fyrr en vélin er orðin sátt og hættir að pissa út um allt á gólfið.

Svo þarf alltaf að koma að öðrum málum.

Ektamakinn þarf að skreppa til Akureyrar á næstunni. Fékk hann til að bjóða mér með, þannig að planið er að fljúga norður á laugardegi, fara út að borða á Greifanum, síðan í leikhús "Fló á skinni", svo að gista á góðu gistiheimili, síðan að keyra suður á sunnudag á nýja vinnubílnum. Þetta verður frábær helgi. Hlakka mikið til, hef ekki komið norðar en á Blönduós síðan í bernsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband