4.5.2008 | 22:35
Held að "ég" hafi verið tekin í fóstur
Fór á fætur eldsnemma eins og venjulega á sunnudagsmorgnum. Fyrir hádegi átti ég leið út á svalir, var á leiðinni með þvott út á snúru. Er þá ekki ókunnur kettlingur að snuðra á svölunum, hann ca. 3-4 mánaða gamall og ljónstyggur. Hann stökk í burtu þegar ég opnaði hurðina, en dýravinurinn mikli fór að tala við kisuna. Þá sagði hann mér að hann væri sársvangur og vantaði mikið hana mömmu sína. Þannig að ég fór út með skálina hans Mikka með einhverjum þurrmat í. Litla kisan borðaði eins og hún hefði aldrei fengið mat áður. Sagði við manninn ( sem er kattakarl) ókey, þessi köttur fær að vera á svölunum, við gefum honum mat, en inn fær hann ekki. Erum nefnilega með gamlan kött sem fer þvílíkt úr hárum og húsið undirlagt af kattahárum, þannig að það var ákveðið fyrir nokkru síðan að þetta væri síðasti heimiliskötturinn.
En litla kisan bræddi bæði hjörtun okkar og fékk að koma inn. Hún reyndist vera algjör kelirófa og er búin að taka mig í fóstur. Ég má ekkert fara þá eltir hún mig og vælir mikið ef ég hverf úr augnsýn.
Nafnið kom strax "Fröken Væla Veinólína" Hún svarar strax nafninu og þarf að tala mikið. Núna þegar þessi færsla er skrifuð, sefur hún í fanginu á mér.
Mikki, stóri gamli kötturinn okkar er ekki par hrifinn. Reyndar mest afbrýðissamur. Hefur lítið viljað vera inni í dag. Hann hvæsir á Vælu en hún urrar á móti. Gæti verið smá erfitt að kenna gömlum "ketti" að sitja.
En ætlum að setja mynd af elskunni í Kattholt og líka í Moggann, ef hún hefur bara villst að heiman.
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ooo hvað þetta hlýtur að vera krúttlegt
Reynir Andri, 11.5.2008 kl. 22:33
Krúttleg skvísa, vonandi fannst rétti eigandinn. Nafnið er stórsniðugt og virðist hæfa henni mjög vel.
Bjarndís Helena Mitchell, 18.5.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.