Kaffistofuspjallið

Við vorum nokkrar kerlingar á ýmsum aldri að tala um börnin okkar. Þær sem eiga yngstu börnin eiga í sífelldri baráttu við kerfið. Það þarf alltaf að setja einhvern stimpil á barnið. Þau eru ofvirk eða með athyglisbrest. En börn eru börn. Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Ef einhver krakkinn er óþægur, er farið með viðkomandi í greiningu. Ok, ritalin besta lausnin til að róa barnið.

En,  HALLÓ..... Börn eru börn. Sum eru óþægari en önnur. Það er ekkert að barni sem er uppátækjasamt, það sýnir bara að barnið er með greindina í lagi.

Það virðist í dag að annaðhvert barn sé greint með hina eða þessa röskun.

En auðvitað eru til einstaklingar sem er ekki hægt að kenna hvernig maður á að hegða sér í samfélaginu.

En þegar foreldrar eru að fara með 18 mánaða barn í greiningu???? Er þetta ekki bara foreldra vandamál? Það má sjá sæta barnið en ekki heyra í því.

Yngri sonur minn var afskaplega erfitt ungabarn, hann svaf í hálftíma og vakti í klukkutíma, meira og minna allan  sólarhringinn fyrstu 2 árin. Hann er að verða 17 í sumar. Hann hefði örugglega verið greindur með einhverja röskun. En hann er bráðgáfaður, oftast verið efstur í sínum bekk, allann grunnskólann. Fékk meira að segja viðurkenningu frá menntamálaráðherra, fyrir að fá með bestu einkunnum yfir landið í samræmdu prófunum í tíunda bekk.

Þannig að ég held að þetta sé foreldravandamál. Börn eru sett í dagvistun frá 9 mánaða aldri. Auðvitað eru þessi börn rótlaus, óþekk og til vandræða fyrir foreldrana. Allir dauðþreyttir að kvöldi. Hvernig er það virkilega að hitta börnin sín, bara á morgnana, koma þeim framúr, klæða og gefa að borða. Örugglega enginn í góðu skapi. Síðan eftir kl. 5. allir orðnir þreyttir eftir daginn, fara í búðina og kaupa í kvöldmatinn, elda, baða, sinna húsverkum. Hvar er tími fyrir barnið, eða okkur sjálf.

Kannski ekkert skrýtið hvað börnin okkar og unglingarnir eru veruleikafyrrt.

 

Kannski við ættum bara að minnka kapphlaupið í kringum gullkálfinn og einbeita okkur meira að börnunum okkar.

Kveðja; Barabull


Mamma gamla

Fjölskyldufundur í dag á spítalanum, hún er á góðri leið. Gæti jafnvel útskrifast á föstudaginn. Kemst sennilega inn á Landakot í endurhæfingu fljótlega. Hún er bara svo skelfilega óþæg. Nennir ekkert að leggja á sig, Annars er þetta skelfilegt fyrir konu, eða menn, aðeins 75 ára og alltaf verið frísk. Núna kemst hún ekki einu sinni hjálparlaust á klósett. Þetta hlýtur að vera mjög niðurlægjandi, að geta ekki sinnt sínum prívat þörfum hjálparlaust.

Get allavega ekki séð sjálfa mig, eða manninn minn í þessum sporum.

Þegar hún var heima í þesar 3 vikur, var náttúrulega hjúkrunarteymi sem kom 3 til 4 sinnum á dag til að sinna henni. En það var engin leið til að fá húshjálp. Ok, við systurnar höfum verið að taka mesta skítakúfinn ( það er að verða komið ár síðan hún gat sinnt heimilinu). En við erum auðvitað í fullri vinnu og þurfum að sinna okkar eigin heimili líka.

Þó svo að við séum allar að vilja gerðar, erum við systurnar að eldast. Okkur finnst að við séum ekki að gera nóg fyrir mömmu gömlu og elsku Jakob. Þannig að það er alltaf smá samviskubit í gangi, allavega hjá mér.

Þurfti bara smá að pústa.... þarf stundum að fá að þenja gamlar vélar....


Nú skal verða umpólun

Nenni ekki mikið að fylgjast með þessum stjórnmálaumræðum. Æi, sami grautur í sömu skál, ár eftir ár.

En nú ætla ég að fara að koma þessu venjulega lífi mínu á hvolf. Var að ákveða að fara aftur í skóla. Ætla að byrja í fjarnámi núna í sumar. Búin að segja upp vinnunni og hætti 31 maí..... Húrra...

En nú er röðin komin að mér. Karlinn búinn að vera að mennta sig á gamals aldri. En svo er bara spurningin???? Kann ég enn að læra eftir næstum 30 ára hlé. En er ekki að fara í svo dýrt nám, þannig að eftir sumarið sé ég til hvað sellurnar eru ennþá móttækilegar. En svo er náttúrulega mjög gott að hafa menntamann á heimilinu sem getur aðstoðað ef maður strandar einhverstaðar. En mér finnst þetta mjög spennandi og vil helst byrja bara strax. Reyndar ætla ég að vinna í einhverri nýrri, skemmtilegri vinnu neð náminu. En verð pottþétt í sumarfríi í júní og er búin að panta mjög gott veður allan þann mánuð. Ætlum að láta eitra fyrir köngulónum um mánaðarmótin, þannig að ég get látið fara vel um mig úti á palli, án þess að vera með augun allstaðar að kíkja eftir pöddum. Er með köngulóarfælni á háu stigi, og pöddur ekkert uppáhald, en samt skárri.

Þannig að ég er bara farin að hlakka til sumarsins  


Bumbur...

Mikið er maður búinn að borða síðustu 2 vikurnar eða svo.

Ég er nú hvorki stór né mikil manneskja. Hef alla tíð verið lítil og mjó. Fyrir barneignir alltaf um 42-43 kíló. Samt alltaf haft góða matarlyst. Eftir 2 börn, hafa kílóin verið þetta 45-48, sem hefur verið ókei, þar sem ég er bara rétt rúmir 150 sentimetrar og smábeinótt. En eftir að maður fór á kellingaaldurinn hefur þyngdin verið í um 50 kílóum. Sem ég hef verið nokkuð sátt við, ef þessi kíló myndu hlaða sér jafnt niður á líkamann. En, nei... þetta fer allt á bumbuna. Hvað er hallærislega en að vera með ofurgranna útlimi og ofurstóra bumbu. Síðan um páska er bumban búin að þyngjast um heil 2 kíló..... Í morgun ætlaði ég varla að koma vinnubuxunum utanum mig. Svo var náttúrulega þvílíkt góður matur í hádeginu og svo kom einn vinnufélagi með ógeðslega góða köku með kaffinu. Svo var elskulegur eiginmaðurinn með yndislegan kvöldmat... Ég er að springa. Eins og sagan segir" I'm so sad I can sprung". Held ég verði bara að fara í megrun í fyrsta skipti á æfinni. Bara kann ekkert inn á svoleiðist. Eða kannski hef ég bara gott af því að verða smá búttuð. Allavega finnst manninum mínum bumban bara sexý, enda er hann með enn stærri bumbu.

Svo er aumingja litla barnið mitt, sem er að verða 17, er með þessi horuðu gen frá mér. Hann er um 165 á hæð, en bara rúm 40 kíló. En hann er heppinn, hann er ekki með ættarbumbuna. Ef hann liggur á bakinu og dregur inn magann, er hægt að telja hryggjarliðina í honum, frekar ógeðslegt.  Hann er alltaf á leiðinni í ræktina til að byggja upp vöðva, en er bara frekar latur. Enda bæði í skóla og vinnu. En svo er eldri sonurinn, þessi 24 ára, alltaf of þéttur. Hann er alltaf í ræktinni á Florida, þar sem hann er í námi. En hann hefur farið nokkrum sinnum í fitumælingu, en þetta virðast aðallega vera vöðvar. Hann er um 175 á hæð, en ca 100 kíló. Hreinn massi, segir einkaþjálfarinn.

Meira seinna ef einhver nennir að lesa "barabull"


Mánudagur...

Altaf eru mánudagar erfiðustu dagarnir í vinnunni. Þá þarf að koma öllu í rétt horf eftir helgina þegar maður er ekki á staðnum til að fylgjast með. Settist varla niður frá kl.07.30 til 16.00. Síðan var brunað upp á Borgarspítala að heimsækja mömmu gömlu, ferðalag sem ætti að taka um 5 mínútur verður að góðu korteri á þessum tíma. Sú gamla var aftur lögð inn á fimmtudaginn, eftir að hafa fengið að vera heima í um 3 vikur. Að vissu leyti er gott að hún sé aftur komin á spítalann, því hún getur ekki verið ein heima. Hún hefur verið að fá heimahjúkrun en við systkinin höfum þurft að sitja mikið hjá henni meðan sambýlismaðurinn er í vinnunni. Reyndar hefur þetta lent mest á mér, þar sem systa býr á Selfossi og brósi í fríi í útlöndum.

Síðan vildi sonurinn endilega fá að fara með Bensann sinn á þvottaplan og taka hann almennilega í gegn, en þar sem hann er bara með æfingaleyfi þurfti ég að fara með honum. Og hann vildi fyrst fara til vinar síns til að fá einhvern magnara svo hann gæti hlustað á tónlist á meðan þrifunum stóð. Og það var keyrsla um hálfan bæinn, í allri traffíkinni. Þannig að við vorum ekki að koma heim fyrr en um 18.30 og þá var eftir að matbúa eitthvað, við bæði sársvöng. Ektamakinn í skólanum í kvöld, þannig að það dæmist víst á mig að malla eitthvað.

Þetta er eiginlega hálffyndið... Við erum búin að vera bíllaus heillengi, en keyptum okkur gamla druslu síðasta haust. Ég labba venjulega í vinnuna, bara um 12 mín. ok með það, en maðurinn minn vinnur í öðru bæjarfélagi svo hann þarf að nota bílinn. Síðan áskotnast 16 ára syninum Bensinn, og að lokum selst ekki Nissaninn sem eldri sonurinn er að reyna að selja fyrir náminu í Ammríkunni. Þannig að við erum að spá í að kaupa hann af honum, svo við þurfum ekki að skrifa upp á meiri lán hjá honum. Þannig að núna er það bara "úllen dúllen doff" hvaða bíl á ég að nota í dag...

Meira seinna... sjónvarpið kallar


Konur og karlar

Var að hlusta á Reykjavík síðdegis í dag  með öðru eyranu og þeir voru að spyrja um þennan mun á körlum og konum hvað þau kjósa. Sumir "karlmenn" voru á því að konurnar vantaði stefnufestu í svona vandasömu máli. En er þetta ekki bara akkúrat öfugt... Karlarnir eru svo fastir í sama farinu, þeir sjá bara þennann flokk sem þeir hafa alltaf kosið og pabbar þeirra á undan þeim, jafnvel afarnir líka. En konurnar velta málunum fyrir sér frá öllum hliðum. Konur eru ekki eins einhliða og karlar. Þær geta leyft sér að skipta um skoðun án þess að skammast sín fyrir það.

Endilega að rökræða um þetta mál....

 


Langur og strangur dagur að baki

Vaknaði við símann rétt fyrir kl.06 í morgun, vitlaust númer auðvitað. En þar sem mamma gamla er ennþá frekar léleg til heilsunnar, hrekkur maður alltaf í kút ef síminn hringir á ókristilegum tíma. En var rétt að sofna aftur þegar vekjarinn glumdi korter í 7. Sonurinn var svo elskulegur að lána mér Bensann sinn í dag ( fær ekki bílpróf fyrr en í júní ) svo mamma gamla þyrfti ekki að labba í vinnuna og geta farið beint upp í Grafó eftir vinnu í yfirsetustarfið á enn eldri mömmu. Sú gamla var frekar slæm í dag, bölvað rugl á henni og ekki möguleiki á að koma henni framúr rúminu, hvað þá að fá hana til að borða eitthvað. Svaf bara að mestu. Maðurinn hennar kom úr vinnu rétt fyrir 8 og þá var brunað heim, enginn smákraftur í þessum eldgamla Bens, var komin heim á nótæm. Sem var eins gott, heimilisstörfin hverfa ekkert þó maður sé ekki heima. Annar álíka dagur á morgun, en svo á mömmu maður helgarfrí og kannski brósi geti tekið eitthvað af næstu viku í að annast aldraða móður sína

Bloggumst...


Langur og strangur dagur að baki

Vaknaði við símann rétt fyrir kl.06 í morgun, vitlaust númer auðvitað. En þar sem mamma gamla er ennþá frekar léleg til heilsunnar, hrekkur maður alltaf í kút ef síminn hringir á ókristilegum tíma. En var rétt að sofna aftur þegar vekjarinn glumdi korter í 7. Sonurinn var svo elskulegur að lána mér Bensann sinn í dag ( fær ekki bílpróf fyrr en í júní ) svo mamma gamla þyrfti ekki að labba í vinnuna og geta farið beint upp í Grafó eftir vinnu í yfirsetustarfið á enn eldri mömmu. Sú gamla var frekar slæm í dag, bölvað rugl á henni og ekki möguleiki á að koma henni framúr rúminu, hvað þá að fá hana til að borða eitthvað. Svaf bara að mestu. Maðurinn hennar kom úr vinnu rétt fyrir 8 og þá var brunað heim, enginn smákraftur í þessum eldgamla Bens, var komin heim á nótæm. Sem var eins gott, heimilisstörfin hverfa ekkert þó maður sé ekki heima. Annar álíka dagur á morgun, en svo á mömmu maður helgarfrí og kannski brósi geti tekið eitthvað af næstu viku í að annast aldraða móður sína

Bloggumst...


Ofát...

Þvílíkt sem maður er búinn að borða þessa helgi. Ég sem aldrei verið þekkt fyrir að vera einhver matmanneskja. Finnst frekar leiðinlegt að borða og ennþá leiðinlegra að elda og hugsa um mat. Svo finnst mér mjög óþægilegt að vera pakksödd, miklu betri tilfinning að vera svöng.

En þetta byrjaði allt á miðvikudagskvöldið, þá skelltum við hjónakornin okkur á Hereford steikhús. Þvílíkur matur.... Fengum okkur þær bestu nautasteikur sem við höfum áður smakkað. Mæli sérstaklega með þessum stað. Frábær matur, góð þjónusta og verðið í lágmarki.

 Á föstudaginn var ég vakin kl. 9 Þurfti að rjúka upp úr rúminu og bruna í Grafarvoginn. Þar þurfti ég að vera yfirsetukona hjá mömmunni minni sem er rúmliggjandi. Og þetta var svo sannarlega föstudagurinn langi. Bjóst við að vera þar til 8 um kvöldið, en um 15.30 fór kerlan að leka ( er nýkomin með stóma poka). Og þar sem mér hefur ekki verið kennt að skipta um plötu, gat ég enganveginn stoppað lekann. Þannig að maðurinn hennar fékk sig lausan úr vinnunni, svo ég slapp uppúr 4, ennþá pakksödd eftir kvöldið. Svo var ektamakinn með þennann rosa svínabóg í kvöldmatinn og þá tútnaði maður enn meira út.

Laugardagurinn byrjaði í Grafarvogi um 9 leytið, aftur yfirsetukona. Allt gekk vel, sem betur fór. Kl.14.00 var ég leyst af og þá var brunað upp í Grímsnes, þar sem við áttum heimboð í bústað. Þar var okkur boðið í 3ja rétta kvöldverð. Við vorum öll bókstaflega afvelta eftir það og vorum bara farin að sofa uppúr 23.30... rosa partý þar :) Svo í morgun var þvílíkt morgunverðarhlaðborð og eftir það skruppum við aðeins niður á Selfoss í heimsókn. Þegar við komum heim um 3 leytið var bara farið og lagt sig smá. Svo var í kvöld eldaður þessi dýrindis lambabógur. Þannig að ég held að ég hafi aldrei á ævi minn borðað jafnmikið á stuttum tíma. Mér líður eins og maturinn þrýstist bráðum út úr eyrunum á mér. Þannig að dagskráin fyrir morgundaginn er bara að vera á fljótandi og kannski ávöxtum.

Nóg í bili... kannski meira seinna, ef einhver nennir að lesa bullið mitt


Aftur komin helgi...

Hafið þið einhverntímann spáð í þetta orðalag... helgi... Þetta á víst að vera heilagur tími hjá okkur. Tími til að sinna heimili, og öllu öðru. En í lífsgæðakapphlaupinu, gleymum við oft hvað fellst í þessu orði... helgidagur... Hjá okkur venjulega fólkinu, táknar þetta hvíldartíma. En er þetta svo mikill hvíldartími??? Það þarf að þrífa heimilið, hafa samskipti við aðra heimilismeðlinga, versla, kannski einhver boð og ekki gleyma að fá að sofa út.

Mér finnst ég vera bara þreyttari eftir helgarnar en virku dagana.

Þessi helgi er uppbókuð... Þarf að skúra heima hjá mér á morgun og fara í nettann verslunarleiðangur. Síðan er afmælisboð um kvöldið. Reyndar get ég valið úr tveinur boðum.  Á sunnudag eru 2 fermingarveislur, svo þarf ég að komast inn á milli í heimsókn til mömmu. Þannig að maður er bara útjaskaður eftir "helgina". 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband