17.12.2007 | 00:58
Skítaveður
Mikið hefur þetta veður mikil áhrif á mann. Jólin að koma en myrkur allan sólarhringinn. Þegar myrkrið er svona mikið og rigningin slær húsið utanundir, eða rokið hótar að blása okkur um koll, þá er bara enginn nenna í gangi. Þarf að gera hitt og þetta en vil bara kúra undir sæng og dorma. Reyndar eru komnar upp seríur í gluggana og aðeins úti, en þarsem rafmagnsljósin innandyra eru frekar fátækleg er nokkuð skuggsýnt. ( Í gömlum húsum er margt bilað). Langar í snjó, allmennilega stórhríð í 2-3 daga. Elska að fara út að labba í roki og blindu. Þá er eins og maður endurnærist við að kljást við náttúruöflin. Svo er auðvitað bara gaman þegar allt er ófært. Rigningin bara leiðinleg og blaut.
Allavega finnst mér ekkert jólalegt núna endalaust rok og rigning.
En sonurinn að koma heim í jólafrí í vikunni. Hann hefur ekkert komið á skerið síðan í mars sl. þannig að það verður gott að njóta návistar hans í nokkrar vikur. Vona bara að næstu dagar verði aðeins bjartari svo ég geti gert herbergið hans klárt. Og hent upp smá skrauti. Síðan þarf að slátra ali-kálfinum. Er það ekki alltaf gert þegar maður heimtir son sinn aftur?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2007 | 22:02
Stærðfræði hvað.....
Náði prófinu.... Og með glans, hvað annað. Lokaeinkunn: 7.00
Svo nú er dansaður stríðsdans um allt hús. Bíð bara eftir að nágrannarnir hringi á lögregluna. Er svo ánægð með sjálfa mig ég keypti rauðvín til að hafa með matnum.
Þá er bara eftir að fá niðurstöður úr íslenskunni og enskunni, en þær eru væntanlegar í hús á mánudag. En fyrst fj. stærðfræðin er í höfn, þá er allt hitt bara pís of keik
Finnst bara ótrúlegt, hvað mér gengur í rauninni vel að læra. Þarf lítið að hafa fyrir því. Með stærðfræðina, sem ég er alveg úti á túni með, vann ég einhver 4 skilaverkefni, en leit ekki í bókina að öðru leyti.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2007 | 01:03
Jóla hvað???
Eftir að synirnir urðu of stálpaðir til að setja skó úti í glugga, þá hafa undur og stórmerki átt sér stað.
Það er svo skrýtið, pakkar hafa skotið upp kollinum í hinum ýmsustum skóm í forstofunni. Kannski ekki á hverju kvöldi, en öðru hvoru.
Gæti það verið að jóli sé ennþá til? Allavega sagði ég sonum mínum, þegar að efinn fór að sækja að Að bara þeir sem trúa í alvöru á Sveinka fá alvöru gjöf í skóinn. Hjá trúleysingjunum þurfa foreldrar að hlaupa í skarðið.
Þannig að ég trúi enn á jólasveinana okkar, allavega fæ ég stundum í skóinn. En ekki samt kartöflu ennþá.....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 00:58
Stríðdansinn stiginn....
Var að fá einkunnir úr UTN102 (grunnur fyrir tölvufræðslu) og TÖL123 ( þeir sem kunna aðeins meira)
Hélt að 2 einingar væru léttari en 3. En það var víst einhver misskilningur, enda ekki að furða, kann ekkert á þetta framhaldskólastig.
Allavega í þessu 90 mín. langa prófi í UTN áttum við að skila stóru verkefni í Word, búa til 4-5 mynda glærusýningu, með öllum effectum og gera verkefni í excel. Og ekki má gleyma að við þurftum að svara ýmsum spurningum á leiðinni. Held að ekkert okkar hafi náð að klára.
En til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég bara tæpa 5 í þessu prófi. En heppin ég að hafa sinnt verkefnunum á önninni, sem giltu 50%. Þannig að lokaeinkun var tæpir 8.
Svo kom lokaprófið í TÖL123. Halló, bara 2 lítil verkefni. Eitt í Word og annað í Excel. Var alltaf að leita að gildrum, en fann engar. Lokaeinkun....... 10.00
Svo bíð ég bar á milli vonar og ótta að stærðfræðin felli mig ekki Á von á þeirri einkunn fljótlega.
Íslenskuprófið var í gær og gekk bara sæmilega, þó svo ég eigi erfitt með að lesa myndmál ljóða.
Svo er enskan á morgun, síðasta prófið á þessari haustönn. Hef minnstar áhyggjur af henni, þannig lagað. Er nokkuð góð í ensku þ.e. að lesa, tala og skilja. En ritmálið mitt er útúr kortinu. En 2 síðustu verkefnin verða að vera skrifuð.
Er nefnilega með vott af les og talnablindu. Ekkert mál að skrifa íslensku, er með sjónminni á hana.
En með enskuna er meira mál. Þó svo ég lesi mikið af enskum/breskum bókmenntum og hef þurft að nota talmálið mikið í vinnu, þá er ég gjörsamlega úti á túni með stafsetninguna. Einföldustu orð geta staðið í mér. En þar sem ég hef aldrei fengið greiningu (með lesblinduna) þá verð ég víst að skrifa.
Vona bara að mér gangi það vel í hinum hlutum prófsins, að stafsetningin komi ekki að sök.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 01:00
Kennarinn týndist...
Við hljótum að vera frekar lélegir nemendur. Eftir mjög góða byrjun hjá okkur öllum og kennaranum líka, var ekkert mál að troða íslenskum bókmenntahugtökum í heimska hausinn. Síðan unnum við skilaverkefni, ein 4, á önninni. En þessi verkefni gilda svo mikið sem 30% af lokaeinkun.
En okkur hefur gengið illa að fá einkunnir og umsagnir um verkefnin. Nú er prófið að skella á og kannski betra að vita eitthvað um verkefnavinnuna. Einnig hafa verið sendar fyrirspurnir á kennarann varðandi prófið, en ekkert svar.
Þannig að í gærkvöldi, gerðist ég smá grínisti og lýsti eftir kennaranum (auðvitað í kennsluumhverfinu) og bauð meira að segja upp á fundarlaun. Og viti menn, datt ekki inn ein verkefna einkunn áðan (9). Ég sem hélt að ég væri endanlega búin að fella mig, kennarinn væri móðgaður.
Þannig að lærdómur dagsins er.... Gerðu grín að því sem þér finnst miður fara, það gæti virkað
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 01:51
Bókmenntadómar
Af hverju má ekki bara lesa og njóta???
OK. er að fara í íslenskupróf á mánudaginn og er að reyna að læra smá. Og þetta er lærdómurinn...
Af hverju eru sumir höfundar rakkaðir niður, bara vegna þess að stílbrögðin voru ekki nógu góð.
Af hverju má höfundur ekki skrifa eins og hann vill? Ef venjulegum lesendum finnast skrifin áhugaverð og vilja lesa
Skil ekki afhverju þarf að "greina" ljóð eða texta í frumeindir, þá er allt gamanið farið.
Af hverju má lesandinn ekki bara njóta?
Hef verið smá að hnoða saman orðum og íslenskukennarinn gaf mér umsögn um ljóð sem ég orti. En ég skildi ekkert hvert hann var að fara í umsögninni. En honum þótti ljóðið gott, enda var það birt í MBL
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2007 | 01:19
Hvað er að ske á skerinu???
Er bara svo rasandi hissa Hvað er að koma fyrir hér á landi???
Er ekki allt í lagi??? Við friðelskandi þjóðin virðumst á leiðinni í borgarastyrjöld. En í gegnum tíðina hafa trúarskoðanir verið helsti hvati styrjaldar.
Hver og einn má hafa sína skoðun, það á að heita að við búum í frjálsu þjóðfélagi.
En þar sem kristni var tekin upp hér á landi árið sjautjánhundruðogsúrkál, þá á auðvitað að kenna börnunum okkar þessa sögu. En þegar þau koma upp á miðstig í grunnskólanum, og byrja að hugsa sjálfstætt, þá er auðvitað rétt að þau fái trúarbragðafræðslu, sem þau fá. En flestir fylgja uppeldinu, sama hvað skólinn segir.
Mín skoðun er sú, að þessi Guð, sama hvaða nafni hann nefnist, sé einfaldlega þetta góða sem býr innra með okkur. Að trúa er bara að vera sáttur við sjálfan sig. En djöfullinn, sama hvaða nafni hann nefnist, er þetta illa sem býr líka innra með okkur, þegar við erum ekki sátt við okkur sjálf.
Svo lærdómur kvöldsins er sá.... Berið virðingu fyrir kærleikanum og lærum að elska þá sem hafa ekki sömu skoðanir. Reynum öll að lifa í sátt og samlyndi
Gleðileg jól
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 02:23
Rok úti og rok í sálinni minni
Alltaf vont að detta ofaní þunglyndispyttinn. Sérstaklega þegar það bitnar á þeim hérumbil saklausu.
En hef verð heimavinnandi undanfarið. Er í fjarnámi og ætla að fara hratt yfir sögu á þeim vettvangi. Taka tveggja ára nám á einu og hálfu, sem spennir bogann nokkuð hátt. Þar sem undirrituð hefur ekki verið við skóla kennd í 30 ár. En húsverkin þarf að vinna, skíturinn undan okkur hverfur víst ekki, þó við reynum að hugsa ekki um það. Einhver þar að vaska upp og þvo þvottin, skúra og þurka af.
Flott að vera ein heima upp að vissu marki. Ektamakinn er að kenna í grunnskóla og tekur kennsluna svo alvarlega, að hann er aldrei kominn heim fyrr en að verða 6 á kvöldin. Þá er kvöldmaturinn hakkaður í sig. Síðan fæ ég bílinn, til að fara í kvöldvinnuna, en er yfirleitt komin heim uppúr 9
En ég sit hérna ein heima alla daga, ekki einu sinni bíll til taks. Karlinn og krakkinn einoka þá. Ganglimirnir orðnir lélegir, þannig að ekki er röllt í langa göngutúra.
Svo er það með þessar betrumbætur á húsnæðinu.... Við hjónin ákváðum á föstudaginn að taka ákvörðun um þessa eldhúsinnréttingu um helgina. Setjast niður og velja 3-4 búðir. Gaman,gaman
Laugardagur: Karlinn fer á fætur um 11leytið. Ok, gott að sofa út um helgar. Síðan er farið í sturtu, fengið sér kaffi og blöðin lesin. Allt bara venjulegt. Uppúr hádegi þarf að versla smá, en fyrst í lítinn göngutúr. Sumir eru að koma sveittir heim eftir röskan göngutúr um 2 leytið. Þá spurði undirrituð hvort hún mætti koma með að versla, þar sem ég kemst lítið alla vikuna. OK, var svarið. Þannig að við skruppum á Ekki kaupa neitt deginum í Ikea, Krónuna, og Bónus. Mikil traffík og við ekki komin heim fyrr en um 4 leytið. Þar sem ektamakinn eldar og hefur gaman af um helgar, var hann með flókinn rétt, þetta kvöldið. Þannig að eldhúsdagsumræðan fór fyrir bý, og horfðum á sjónvarpið.
Sunnudagur: Kallgreyið fer á fætur copy and paste. Fer út um hádegið í göngutúr og kíkja aðeins á mömmuna. Kemur heim um hálf fjögur...... Þá er orðið hálf dimmt aftur. Dagurinn búinn, þannig séð. Ekkert gert og engu sinnt heimafyrir. Innréttinga pælingin??? Var bara fúl og datt í gamla leiðinlega þunglyndið. Var bara líka leiðinleg þegar hann ætlaði að spyrja yfir kvöldmatnum, og hvað með innréttinguna??? Svaraði So what. Síðan hefur ekki verið yrt á mig. Mjög gott að þunglynd manneskja fái þögnina.....
Annars er þetta mjög gott veður til að verða úti.... Er að spá að lalla smá út, þarf ekki að vera langt. Nenni varla þessu lífi lengur.
Ef þeir synir mínir ástkærir hefðu ekki alltaf verið tilbúnir að kæfa mömmu sína í ást, væri ég löngu farin.
En nú eru þeir fullorðnir og ég laus undan uppeldishlutverki.
Þannig að barabull, segir bless....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2007 | 22:56
Eldhúsinnréttingafrumskógurinn
Nú á að fara að fjárfesta í nýju eldhúsi. Þetta gamla sem fylgdi íbúðinni, passar ekki einu sinni inn í rýmið og er bara algjört ógeð En við erum búin að vera að safna undanfarið og erum komin með þokkalegan sjóð. Þannig að við fórum á stúfana í leit að góðri innréttingu sem myndi ekki sprengja bankann. Eldhúsið okkar er bara ca. 7 fermetrar og byrjuðum við í Ikea. Þar var okkur boðin ósamansett innrétting og filma sem er límd á spónaplötur á litlar 400.000 þúsund Síðan erum við búin að fara í óteljandi búðir. Tilboðin eru upp á frá 400.000 til 1.500.000. En það sem við útilokum fyrst, eru verslanir sem taka 10.000 fyrir að gera verðtilboð. Ok, við sýndum öllum teikningu, sem var unnin af arkitekt. En það sem ég tók helst eftir, er að það eru dýrari merkin og búðirnar sem heimta 10 þúsund kallinn, bara til að gera tilboð. Er þetta allt í lagi??? Að þurfa að borga fyrir að vita ca. hvað inntéttingin mun kosta. Halló, eru ekki þessar búðir með tölvur og launað fólk???
Allavega kaupum við ekki eldhús hjá þessum verslunum. Fáum fína þjónustu og flottar innréttingar hjá þeim sem er umhugað um kúnnann. Allir kíki á Kvik, DK og þannig verslanir. Jafnvel teiknað upp á staðnum og tölvupóstur síðdegis með ca. verði.
Og óska ykkur góðrar helgar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2007 | 02:14
Þetta var skrýtið...
Var í rólegheitum í baði með kertaljós og Good Old Smokie í tækinu. Þá fer ég allt í einu að hugsa um strák sem var með mér í bekk í grunnskóla, fyrir 30 árum, halló... En yndislegur strákur í alla staði. Við vorum aldrei beint vinir aðeins bekkjarfélagar. Ég hef ekki séð hann né heyrt síðan við tókum síðasta prófið í grunnskólanum.
En þessi strákur fór í nám til USA og týndist þar fyrir um 20 árum. Hann var talinn af og var hans sárt saknað af mörgum, þar á meðal mér, því þessi krakki var svo mikill karakter og svo ljúfur.
Varð mjög glöð þegar hann skilaði sér heim um árið, en auðvitað setti mig ekkert í samband við hann, vorum bara bekkjarfélagar.
Ég veit það ekki, en kannski var honum strítt á örinu á efri vörinni. Hann fæddist með skarð í vör, sem var auðvitað lagfært. Ég man allavega ekki eftir að honum væri strítt meira en öðrum. Kannski var ég of upptekin í að verja sjálfa mig fyrir eineltinu sem einkenndi þennan sveitaskóla.
En það skrýtna var, að þegar ég kem úr baði og er á leiðinni í háttinn, ákveð ég að kíkja aðeins á bloggið. Fyrst ég átti leið framhjá tölvunni. Þá er þetta blogg það fyrsta sem ég sé...http://vinursolons.blog.is/blog/vinursolons/
OK, ég trúi á tilviljanir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar