12.11.2007 | 02:26
Sú gamla getur kannski lært....
Er ég bara svo stolt af gömlu vitlausu kellunni,sem er ég, er alveg á fullu í skólanum. Þarf að skila að meðaltali 2 verkefnum á dag, 5 daga vikunnar Og er ekki að taka allra auðveldustu fögin, að mínu mati. Stærðfræðin til að mynda.... kann varla að leggja saman, en sú gamla er bara að fá fullt hús stiga fyrir skilaverkefnin Tölvufræðin hefur ekki heldur verið neitt spes, svona dags daglega (2 áfangar). En kennurunum finnst sú gamla bara vera að standa sig Enskuna hef ég varla litið á en á allavega að ná 5 þar. En með íslenskuna.... þar á ég eftir að falla með stæl. En alltaf gott að eiga soninn, í menntaskólanum og eiginmanninn, kennarann. Annars er það sonurinn sem hjálpar mest, kennarinn kann ekkert
Góða nótt, og hafið þið það sem allra best í komandi viku....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007 | 23:26
Hasar í hundrað og fimm...
Töluvert hefur borið á því undanfarnar vikur og mánuði, að það sé brotist inn í bíla og bílskúra hérna í götunni og verkfærum og bílútvörpum verið stolið. Einnig að það hafi verið mikil læti og partýstand í einu húsanna við götuna um helgar. Hafa vansvefta nágrannar verið duglegir við að kvarta en lítið gerst.
Vitum við þó að viðkomandi íbúð var keypt af verktaka einum, fyrir um ári síðan og hefur hann hýst erlenda starfsmenn sína þar, um 10-15 manns í 4-5 herbergja íbúð.
Tók þó steinninn úr sl. nótt. Þetta umrædda hús er bakhús og bara göngustígur þessa metra frá götunni. En þessir leigjendur voru að bakka sendibíl að húsinu, blindfullir með hrópum og köllum. Enduðu með því að festa bílinn í blómabeði. En nokkrir langþreyttir nágrannar hringdu á lögregluna til að stoppa þetta. Jú, löggan mætir á staðinn, en þá koma Litháarnir til dyra vopnaðir hafnarboltakylfum og ógna löggunni. Löggan flýr af hólmi. En kemur aftur um miðjan morgun "fílelfd" þegar farið er að slokkna á mannskapnum. Þá kemur í ljós að þetta var þjófagengi frá Litháen sem bjó þarna. Nokkrir nágrannar fóru þarna inn eftir að löggan hafði hreinsað staðinn og fundu þar sín ýmsu tæki og tól sem saknað hafði verið. En löggan hefur verið fjölmenn í kyrrlátu götunni minni í dag og borið út bílfarma af þýfi sem fannst í íbúðinni. Svona smá "Law and Order" út um stofugluggann minn þennan laugardaginn.
Þegar svona skeður í næsta húsi, í kyrrlátu hverfi. Halló, má ekki hafa aðeins betri gætur á þessu fólki sem streymir inn í landið. Við vitum vel að fólk sem hefur alist upp við fátækt og höft í nokkrar kynslóðir, fær víðáttubrjálæði, þegar það kemur til vestræns ríkis. Allir svo ríkir og hafa það svo gott, alltílagi að stela af þessum kapítalismum. Þeim munar ekkert um það, kaupa sér bara nýtt. Þessvegna finnst mér beinlínis hættulegt að að hafa svona óheft flæði fólks frá gömlu austantjaldslöndunum. Enda sagði ein löggan það í dag " ég hef aldrei verið rasismi, en ég held að ég sé að verða það, það helsta sem við gerum þessa mánuðina er að uppræta glæpagengi frá austur evrópu".
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 02:09
Var að hugsa... kemur fyrir
Varðandi síðustu færsluna mína.... Var bara nottla pirruð.
Við megum auðvitað ekki hundsa veikindi fjölskyldumeðlima, með þeim orðum: Æi það er ekkert að þér, bara eitthvað tilfallandi, þú verður orðinn góður á morgunn.
Þetta fór nefnilega aðeins út í öfgar, þegar stóra barnið mitt var 9 ára. Þá var ég einstök móðir með hann og þann litla 2ja ára. Þessi stóri var svo duglegur, kom bróður sínum á dagheimilið á hverjum degi, vegna þess að mamman þurfti að ná strætó í vinnuna, áður en heimilið opnaði. Svo skutlaði hann sjálfum sér í skólann. En svo fór snáðinn að kvarta yfir magaverkjum. Nú hefurðu bara borðað of hratt (honum hefur alltaf þótt gott að borða). Einn morguninn er hann alveg í keng, en ég með það attitút, að þetta séu bara meltingartruflanir, sendi hann miskunnarlaust í skólann. Síðan um kvöldið, þegar ég kem heim, er hann alveg viðþolslaus. Þá fór ég að sjá að kannski var eitthvað að. Hringdi á næturvaktina og fékk þar samband við hjúkrunarfræðing. Sem betur fer, hef ég haft smá áhuga á læknisfræði í gegnum árin og var nýbúin að lesa mér til um botnlangabólgu. Á næturvaktinni var mér bent á að láta drenginn bara laxera.... Halló, ef botnlangabólga er til staðar, er það, það versta sem þú gerir, botnlanginn getur sprungið. Eftir að ég tilkynnti "hjúkrunarfræðingnum" þessa staðreynd samþykkti hún að senda læknir á staðinn. Hann kom og sjúkdómsgreindi botlangabólgu og vildi helst láta sjúkrabíl sækja hann. Ég var ekki alveg á því, það er dýrt og þurfti ég að hugsa um pössun fyrir þann litla sem var steinsofandi. Endaði á því að hringja í fyrrverandi tengdapabba (afi hans litla) og biðja hann að koma og taka soninn (pabba hans litla) með sér. Það var samþykkt með semingi enda komin hánótt í miðri viku. Þannig að tengdó endaði með að keyra okkur mæðginunum upp á spítala og pabbinn svaf heima. Og stráksi fór í aðgerð strax um nóttina og þá mátti ekki tæpara standa að botnlanginn spryngi.
Þannig, hugsið að þó karlgarmurinn sé fárveikur, að eigin mati, þá getur hann í örfáum untantekningum haft rétt fyrir sér.
Og elskið friðinn og strjúkið kviðinn....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 00:41
Þetta er alveg fyrirtak....
Konur og karlar eru alltaf að væla um jafnrétti... En hvað er jafnrétti???
Þegar við "konur" verðum veikar. Svo fátítt sem það er, en þegar og ef við erum illaupplagðar og lasnar, eigum við samt að skila okkar hlutverki, hugsa um bú og börn. Bíta á jaxlinn og setja hausinn undir sig... Þetta lagast eftir nokkra daga.
Svo fær kallinn einhverja slæmsku í hálsinn eða annarsstaðar, og þá á maður að vorkenna greyinu svo mikið. En eigum við ekki alveg nóg með börnin okkar, þegar þau eru veik? Er kallinn ekki fullorðinn líka???
Veit vel að þetta er mín upplifun.... Er ekki að alhæfa um alla, bara smá pirruð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2007 | 01:40
Smá meira um negrastrákana...
Hef þá skoðun að hvorki þessi saga né önnur barnasaga, sé skrifuð neikvætt. Held ég frekar að þessi skáld hafi verið að reyna að minnka á fordómunum. Þau, skáldin, voru sennilega að gefa foreldrum tækifæri á að skýra út fyrir börnunum að við værum öll eins, innst inni, og innri maðurinn hefur vinninginn. Þá er ég að tala um að allir hafi val um hvort þeir séu góðir eða vondir. En það þarf alltaf að mála hlutina svart og hvítt fyrir barnið, það hefur ekki sömu rökhugsun eins og fullorðnir.
Þannig kemur þetta fyrir í Negrastrákunum.... Barnið á að vita betur og hefur þessa skrýtnu krakka sér til fyrirmyndar (ath, þá var leitun að lituðu fólki hér á landi). Allt sem okkur er framandi, finnst okkur skrýtið. En kannski erum við svolítið framandi í annarra augum. Og þeir sem hegða sér ekki eins og við erum vön, eru ruglaðir.
Hættum að ritskoða sígildar barnabókmenntir og einbeitum okkur að því að fræða ungana okkar, og átta okkur á því að heimilið og uppeldið hefur mun meiri áhrif en leikskólinn og síðan skólinn.
Einbeitum okkur að því að fræða börnin okkar um aðra menningarheima, þannig að þau geti verið opin og fordómalaus gagnavart fólki sem er öðruvísi, bæði andlega og líkamlega.
Og eigið góða nótt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2007 | 02:21
Að láta ekki vaða yfir sig
Það greinilega virkar. Eftir að óharnaður unglingurinn neitaði að vinna á fyrirtækisbílnum í gærkvöldi, vegna hálku og sumardekkja, var drifið í því í fyrirtækinu að koma bílunum á vetrardekkin. Reyndar þurfti elskan að bíða eftir sínum bíl í rúman klukkutíma í kvöld, en þá birtist eðalvagninn á glansandi nýjum skóm. Batnandi mönnum er best að lifa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 02:55
Eftir góða helgi
Og komumst við öll lifandi og við góða heilsu, út úr helginni.
Og unglingurinn dauðhræddur við hálkuna á götunum (óreyndur ökumaður). Samt var ég rosalega hissa á vinnuveitanda hans. Hann er í sendlastarfi og vinnur aðallega við að koma út sendingum milli 6 og 10 á kvöldin. En bílarnir sem þessir sendlar hafa eru enn á sléttum sumardekkjum. Og þegar sonurinn (meðvitaður ungur maður) hringdi í vinnuna í dag, til að tilkynna að hann treysti sér ekki til að vinna á vinnubílnum í kvöld, fékk hann bara skítkast. Þetta er náttúrulega ekkert nema þvílíkt ábyrgðarleysi að láta þessa krakka, nýkomna með prófið vera á vanbúnum bílum.En allavega var mínum syni alveg sama þótt hann myndi klessa vinnubílinn, en hann hafði meiri áhyggjur af því að hann myndi slasa fólk og sjálfan sig. En þrátt fyrir skítkast og allt, stóð hann fast á sínu og fór ekki að vinna í kvöld.
Annars var helgin bara stórfín, afslöppun og át. Þrátt fyrir él, rok og snjókomu notuðum við grillið og heita pottinn óspart í bústaðnum. Enda erum við arfaslök í kvöld, bara glápt á sjónvarpið og varla nenna til að ganga frá farangrinum. Það var frekar fyndið að hlusta á veðurfréttirnar í hádeginu.... Þá var talað um úrkomusvæði undan suðurströndinni sem myndi ekki ná inn á landið, en þá var bullandi snjókoma í uppsveitum Árnessýslu. Síðan á heimleiðinni sáum við að þetta hafði verið frekar köflótt snjókoma, sumstaðar var vegurinn þakinn snjó og allavega einn ökumaður náði ekki beygjunni upp Skeiðaafleggjarann og stakkst á nefið. En hef ekki séð það áður að efri hverfin séu snjólaus en snjór og hálka í 105.
Búin að slappa þvílíkt af um helgina að ég er bara ekkert orðin syfjuð enn. En fer svona að færa mig smátt og smátt nær rúminu.
Góða nótt
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 01:20
Brúðkaupsafmæli, afmæli og sumarbústaður
Jæja, þá er komið að hinni árlegu slökunarhelgi hjá okkur hjónakornunum. Við eigum brúðkaupsafmæli á laugardaginn (á afmælisdegi bóndans, svo hann myndi örugglega aldrei gleyma dagsetningunni). Við höfum alltaf haft það fyrir sið að fara annaðhvort í helgarferð til stórborga eða bara í bústað, í kringum 27. okt. bara við tvö og gleyma amstri hverdagsleikans.
Þannig að unglingurinn þarf að gæta bús og barna (kattar) í fjarveru okkar. En hann er að vinna þessa helgi, þannig að þetta ætti nú allt að vera í lagi. Annars höfum við sjaldan eða aldrei skilið hann eftir einan heima yfir helgi, venjulega hefur stóri bróðirinn verið heima líka og nágrannar með fyrirmæli um að fylgjast með. Svo þetta er víst frumraunin, en maður veit aldrei hvað þessum krökkum dettur í hug. (Hann er 17 ára) En bót í máli að við erum bara klukkutíma að skjótast heim ef eitthvað kemur uppá.
Þannig að þetta verður alveg frábær slökun fyrir mig þessi helgi. Eða þannig, hafandi óþarfar áhyggjur af syninum og geta ekki notað helgina í að grynnka á skilaverkefnunum í náminu. En ég þarf að skila af mér á milli 10 - 15 verkefnum á viku. Það fylgir víst því, að halda að maður sé svo klár að ná 5 áföngum á haustönninni. Var svolítið bjartsýn
En ætla að reyna að njóta helgarinnar Og hafið þið öll það sem best...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 00:58
Hef tekið eftir svolitlu sérstöku undanfarið...
Hef heyrt talandann á unglingstelpum og fundist hann svolítið undarlegur. Gat ekki beint sett puttann á það sem mér fannst undarlegt. En þar sem ég á bara stráka og finn ekki þessa breytingu á þeim eða vinum þeirra, hef ég lagt við hlustir síðastliðin misseri og reynt að átta mig á hvernig þær tala öðruvísi. Þetta var eitthvað í sambandi við hreimminn hjá þeim sem pirraði mig. Og það var sama hvar ég kom, stelpur á aldrinum ca. 12 - 16 ára töluðu allar með þessum sérstaka hreim
Svo birtist ljósið í kvöld. Datt inn í þátt með elskunni henni Sylvíu Nótt og þar fann ég þennan unglingstelpnahreim.
Er það virkilegt að krakkarnir okkar læri meira af tilbúnum sjónvarps/tövu fígúrum, en af foreldrum og umhverfi. Og afhverju virðast stelpur vera meira móttækilegar og vilja líkjast goðinu meira? Ég meina, þetta hlýtur að vera heilmikið mál að læra að tala eins og Silvía Nótt. Held að okkar ástkæra ylhýra verði smá skrítið eftir 20 ár, en þá verð ég löngu komun undir græna, þannig að ég verð bara skrattinn á öxlinni á ungmennunum og hvísla góðri íslensku í eyru.
En góða nótt... ég hélt að ég væri sú eina sem fer oftast svona seint að sofa, en sé að margir bloggverjar eru líka b-manneskjur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2007 | 23:56
Sjokkið að minnka, reiðin að taka við
Hvernig vogar hann sér þessi mannhundur, að hringja í móður tilvonandi (fyrrverandi) fórnarlambs. Og hvernig fékk hann nafnið mitt, eða fullt nafn fórnarlambsins??? Mér var sagt það á lögreglustöðinni að það væri undir lögfræðingi brjálæðingsins, hvort hann fengi afrit af dómskýrslunum. Þar kemur víst skýrt og greinilega fram nafn fórnarlambs og kærenda. Eins var það að viðbjóðurinn virtist vita brot af símanúmeri fórnarlambsins. Halló, 20 árum seinna. Var að detta það í hug hvort verjandi þessa ógeðs, væri kannski þessi lögfræðingur sem var sakfelldur fyrir barnaklám og er víst flúinn úr landi? Man ekki nafnið á honum, en að sjá (í kastljósi) meiriháttar perri. En virkilega vond tilhugsun að þessi geðvillti einstaklingur hafi verið að njósna um mína fjölskyldu síðastliðin 20 ár. Allavega skeður það ekki á hverjum degi að margdæmdir glæpamenn hringi heim til mín til að segja HÆ.
Ok, nú er ég að verða reið, ef ég sé þetta skriðdýr nálægt heimili mínu (fékk að sjá nýja mynd af þeim réttdræpa) Þá mun hann finna fyrir því.
End of blog for now
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
barabull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar