Minningabrot

Fyrsta minningin:

Fæddist á öskudag en sennilega hefur þetta verið ári seinna. Lá á einhverskonar skiptiborði, sennilega nýbúin í baði. Mamma að setja hreina bleyju á bossann á mér. Þá kemur bróðir minn inn (4 árum eldri ). Hann spyr; má ég setja öskupoka á litlu systur? Og hryllingurinn að geta ekki tjáð sig og sagt að það væri vont að láta stinga títuprjónum beint í húðina. Sem betur fór sagði mamma honum að litla systir væri enn of lítil fyrir öskupoka.

Önnur minning:

Ligg upp í hjónarúminu og pabbi að kenna mér að lesa, 4 ára. Sá orðin, vissi hvað þau þýddu, en gat ekki sagt þau. Þannig að auðvelt var að lesa en erfitt að endursegja. Varð samt fljótt fluglæs og las bókasafnið upp til agna á grunnskólaárunum. Skildi miklu seinna að sennilega á ég við einhverskonar lesblindu að stríða.

Þriðja minning:

Amma mín að segja mér sögur. Hún bjó heima hjá okkur, meðan hún hafði heilsu til. Blessuð sé minning hennar. Hún varð 98 ára gömul, ég var 17 þegar hún dó.

Fjórða minningin:

Bróðir minn að passa mig meðan mamma og pabbi fóru í fjósið að mjólka. Hann naut þess að klípa mig og láta mig skæla. En auðvitað bara afbrýðisamt barn. Svo þegar hann heyrði að foreldrarnir voru að koma inn, fór hann að gretta og geifla sig, þannig að litla systir væri hlæjandi. Enn þann dag í dag, talar mamman okkar um það hvað bróðirinn var góður. Pabbinn er löngu dáinn.

Fimmta minningin:

Ligg uppi í súðarherberginu. Mamma og pabbi á þorraballi. Veit að ég get hringt á staðinn og talað við þau, kunni vel á gamla góða sveitasímann. Fann mandarínu og skipti henni jafnt niður á kodda foreldrana. En þegar þau komu heim var ég löngu sofnuð og mandarínubátarnir orðnir þurrir og ólystugir. Sá þegar þeim var hent í ruslið.

kannski framhald...


Þetta gengur ekki lengur...

Er búin að vera heima og stunda fjarnám undanfarna 7 mánuði. Held að það sé að koma tími á þá gömlu að skakklappast út á vinnumarkaðinn aftur. Ástandið er orðið þannig að mín sofnar út frá bók í stofusófanum (kallinn getur ekki sofið við ljóstýru) milli 6 og 7 á morgnana og sefur síðan framundir hádegi. Þá er rúnturinn tekinn á dagblöðunum með fullt af kaffi. Um 2 leytið eru sumir að vakna loks til meðvitundar. En þá fer að skyggja fljótlega aftur, þannig að það er góð afsökun fyrir því að nenna ekki neinu. Held að það besta í stöðunni væri að fara aftur að vinna úti og koma skikki á sólarhringinn og nennuna. Þannig að nú er leitað logandi ljósi að "þægilegri innivinnu"Wink ( það sem 17 ára soninn langar mest í)Grin

Var að horfa á heimildarmynd um Steven Fry í gærkvöldi. Hann er með geðhvarfasýki (bypolar, manic depression). Er ekki frá því að þetta eigi að einhverju leiti við mig. Fer á svona "high" í einhvern tíma og verð rosa pirruð þegar fólk getur ekki haldið í við mig. Þá á allt að gerast núna strax sem mér dettur í hug, sem oft á tíðum er ansi óraunhæft, þe. hugdetturnar. Síðan kemur "low" í kjölfarið eða á undan. Þá er allt of erfitt, vil helst liggja uppi í rúmi með sængina upp fyrir haus (ef ekki væri fyrir hita og svitaköstin). Bara að fara út í búð er ekki hægt og samskipti við fólk eru óhugsandi, svara hvorki síma né dyrabjöllu.

Held ég hafi alltaf verið svona, en þetta rugl virðist vera að versna með aldrinum. Hef samt alltaf funkerað í vinnu og námi. Er farin að hallast að því að þetta bull hellist yfir mig þegar ég hef ekki nóg fyrir stafni. Allavega hafa síðustu mánuðir verið mjög erfiðir. Ekki bara mér, heldur elskulegum sárasaklausum eiginmanninum og sonunum.

Þannig að áramótaheitið er að koma sér aftur í vinnu með náminu. Þá ætti mér ekki að geta leiðst. Svo þarf víst alltaf að sinna þessum eilífðar húsverkum, hata að þrífa, en karlarnir á heimilinu eru með miklu hærri skítastuðul en ég þó svo að minn sé ansi hár. Fæ mér heimilishjálp um leið og vinnuHappy

En fyrirgefið þetta púst hjá mér núna. Lofa skemmtilegri færslu næst


Þvílíkar sprengingar

í hverfinu mínu.

Greinilega fullt af skotglöðum hérna. Þannig að ég er að spá í " if you can't beat them, join them.

Þannig að við erum að spá í að kaupa risa pakka og skjóta upp um 9 leytið í fyrramálið.

En svona gamalt fólk vill fá að sofa rótt, ekki vakna við drunur og hvelli um miðja nótt.

Svo ef þið skotglöðu vaknið upp í fyrramálið...... snemma........ Þá erum við bara að hefna okkar.

Við erum svoooo góðir grannarDevil.

Bara jók

Lifið heil


Skaupið enn og aftur

Var að horfa á endursýninguna og fannst þetta alveg brilljant. Frumsýningin fór svolítið fyrir ofan garð og neðan vegna skellihláturs fjölskyldumeðlima.

Er ekki sammála að þetta Lost þema hafi verið glatað (hef aldrei horft á þá þætti), Var þetta ekki bara vísun í að innflytjendur sem lenda hérna óvart og verða gjörsamlega "Lost" í þessu þjóðfélagiGrin.

Fannst handritshöfundar taka á flestum hitamálum 2007. Og guðsfegin að bölvað stjórnmálakjaftæðið fékk frí í ár.

Annars held ég að ekkert skaup hafi verið gott, nema kannski í minningunniWoundering. Allavega í gegnum árin hafa alltaf verið einhverjir sem höfðu hátt og töldu skaupið vera mjög ófyndið. En common, þeir sem höfðu ekki gaman af þessu skaupi, eru húmorslausir gagnvart þjóðarsálinni og sjálfum sérTounge.

Góðar stundir


Er að spá í að verða úti

Er alltaf úti hvort sem er.

Yngri strákurinn í mat og alles hjá vininum. Alltaf besti maturinn þar.

Eldrunginnn borðaði heima ásamt tengdó

Ektamakinn eldar, ég borða og vaska upp.

Er ekki best að byrja nýja árið á því að deyja.  Langar mikið út í óveðrið og bara týnast.

Reyndi að ná samskiptum í kvöld.... Tókst ekki

Svo bless,bless

 


Slegist við veðurguðina...

Allavega lítur út fyrir að fólk í mínu hverfi sé að reyna að skjóta burtu lægðinni.

Hér hefur verið stórskotalið að störfum síðan um 7 leytið í kvöld. Annars er ég ekki viss um að þetta virki. Núna er að hvessa aftur og þvílík rigning áðan. En stórskotaliðið lætur engan bilbug á sér finna og bombar sem aldrei fyrr.

En ég held að þessi læti ergi bara veðurguðina. Þannig að kannski er bara best að klára öll skotfærin núna, meðan veðrið er skaplegt. Guðirnir örugglega orðnir klikkaðir á hávaðanum um miðnættið og láta þá öllum illum látum.

Gleðilegt ár öllsömul


Skítakuldi

En það fylgir víst því að búa í gömlu timburhúsi sem heldur varla vatni né vindum. Erum við hjónakornin búin að vera skjálfandi úr kulda í allan dag. Kuldastrengur inn um alla óþéttu gluggana á norðurhliðinni. Angry

Og þegar litla barnið kemst varla fram úr rúminu ( er með sjónvarpskapal inn um gluggann, ekki hægt að loka) og er síðan bara í úlpunni allan daginn, innandyra. Stóra barnið kvartaði ekkert, fór að vinna kl. 6 í morgun. Þessi elskaHeart

Held bara að nýir gluggar séu að fá forganginn fyrir yfirhalningu á baðherbergjunum. En eldhúsinnréttingin kemur samt fyrst og ekki orð um það meirGrin.

Planið er að taka böðin í gegn að ári, en eftir næsta sumar verðum við örugglega búin að gleyma þessum kulda og óþéttum gluggumWink.

Svo er víst verið að spá vatnsveðri á sunnudaginn, þannig að það þarf víst að fara að taka fram koppa og kyrnur. Ekki má parketið skemmastWhistling


Gleðileg jól

Mín alveg á síðasta snúning til að fara ekki í jólaköttinn. Að ráði Elsu Lund var farið í ZikZak eftir kvöldmatinn. Ég meina 20% afsláttur af öllu.

Hef alltaf álitið að ég væri heppin að vera hálfgerður dvergur á hæð og hafa átt erfitt með að halda holdum í gegnum tíðina. "small" hefur alltaf smellpassað, þó svo að allar buxur hafi þurft að stytta um ca. einn kílómetirTounge. Og venjulega er allt fullt á öllum útsölum sem passar á mig. En nú er allt öfugsnúiðFrown.Byrjaði á því að prufa  pils og topp, leit út eins og rúllupylsaCrying. Kjóllinn sem var næst á dagskrá var of stór og leggings of litlar. "Small" passar ekki lengur. Hvíslaði að afgreiðsludömunni "áttu þetta í medium"Blush. En þá var mest af minni stærð uppselt.

Ojæja, maður á það víst til að gildna með aldrinum. En hjá mér er það bara bumban sem stækkarW00t þetta hlýtur að vera smitandi, því ektamakinn skartar einni myndarlegri. Og byrjaði að safna um leið og við byrjuðum samanFrown.

Keypti samt eitt og annað. Vona bara að fjármálastjórinn fari ekki á taugum þegar hann skoðar heimabankann


Jólafrí...

Eða þannig... Við foreldrarnir komnir í frí. Og mamma gamla náði öllum prófum með glans. Lakasta einkunn 7 í stærðfræði, annars bara 8+ og ein 10ja. Held bara að sú gamla sé að standa sig í fjarnáminu, þrátt fyrir undanþáguna. Fékk leyfi fyrir 12 einingum, en venjulega  máttu bara taka 9 einingar á önnGrin.

Svo erum við svo skrítin. Ætlum að fá okkur nýja eldhúsinnréttingu með vorinu, en byrjum á því að kaupa nýjan ísskáp og veggofn. Sennilega ekki margir sem byrja á vitlausum enda við að endurnýja eldhúsið. En þvílíkur munur.... Nú þarf ekki lengur að geyma helminginn af jólamatnum úti á svölum og svo skal bakað á morgunCool

 En stóri strákurinn minn, ekki fyrr kominn heim úr Ammríkunni, bara byrjaður að vinna. Fór að keyra strætó í kvöld og Kynnisferðir að herja á hann að keyra yfir jól og áramót. Litla barnið líka að vinna í kvöld og öll kvöld framá aðfangadag. Svolítið erfitt fyrir litla jólasveina að setja í stóra skó, þegar engir skór eru heimaWoundering.

En gleðileg jól öll sem nennið að lesa bullið mitt, og gleðilegustu jól til ykkar sem setjið inn commentInLove

 

 


Ekki er ein báran stök

Vona bara að þessu vatnsveðri fari að ljúka. Sat í rólegheitum upp í risi áðan, þegar mér finnst ég heyra eitthvert dropahljóðWoundering. Fór að athuga málið. Og jújú, þakið er farið að lekaCrying. Er búin að vera á þönum með handklæði, fötur, koppa og kyrnur til að bjarga parketinuDevil. Nú þori ég ekki að fara að sofa fyrr en styttir upp. Langar meira í nýju eldhúsinnréttinguna en nýtt parketPinch


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband