Alveg óþolandi....

Vakna þreytt á morgnana (ræðum ekkert frekari tímasetningu) er syfjuð og óupplögð allan daginn.

Á hverjum degi er tekin sú ákvörðun að fara snemma að sofa næsta kvöld. Síðan druslast maður í gegn um daginn. En uppúr 20:00 fer fólk að vakna til lífsins. Þá er kannski kíkt smá á sjónvarpið, hent í þvottavél, vaskað upp og þurrkað af. Svo þarf að sinna náminu pínu. Áður en við er litið er komið miðnætti og kallinn segir "góða nótt". Svara á móti "er alveg að koma, góða nótt".

Síðan er kominn tími til að halla sér. Er þeirri ónátturu haldin, að þurfa helst að lesa mig í svefn, en það gengur víst ekki í hjónaherberginu. Sumir þurfa myrkur og þögn til að sofa. Svo það er lagst fyrir á stofusófann með góða bók. Eftir nokkurra klukkutíma lestur, leitar hugurinn upp í rúm. Ok, nú get ég farið að sofa. En þegar svefnherbergishurðin er opnuð, taka á móti mér hroturokur. Þá er spurningin.... Hvort er betra, að umbera lágværar hrotur í kettinum og sofa á óþægilegum sófa, eða liggja pirraður upp í rúmi og hlusta á makann í draumalandinu. Endirinn er yfirleitt á annan veginn, og sef illa. Er að vakna á klukkutíma fresti, vaki í annan og næ venjulega ekki nema 2-4 tíma slitróttum svefni á nóttu.

Niðurlag seinna.....

 

 


Nenni ómögulega að blogga um þessi stjórnmál,

sami grautur í sömu skál, ár eftir ár.

Var að horfa á áhugaverðan þátt á ríkinu áðan, en hann fjallaði um Búdda lækni og Búddatrú. Vonandi fyrirgefst mér lesblindan á ókunnuleg orð. En ég varð nokkuð heilluð af þessari trúartjáningu.

Er langþreytt á þessu heilagleika bulli hjá mótmælendum og kaþolikkum, þó svo að auðvitað sé eitthvað gott að finna hjá báðum. Kannski er ég Buddisti í eðli mínu.

Það sem mig verkjar undan í kristinni trú, er vægðarleysið. Hver hefur ekki lesið, séð, heyrt eða upplifað svo kristið fólk, að það hafi talað illa um náungann, farið illa með börn, sýnt afskiptaleysi og þetta: Ég er kristin manneskja, fjandinn hafi alla aðra, öll önnur trú er villutrú sem þarf að uppræta.

Hvar er umburðalyndið? Veit ekki betur en að Jesú, hafi verið að reyna að kenna okkur það.

Viðurkenni að ég á erfitt með að fara í kirkju, fer ekki þar inn fyrir dyr ótilneydd. Þrátt fyrir að tilheyra Óháða söfuðinum ( Pétur tekur sig og trúna ekkert of alvarlega) 

En er Guð ekki bara það góða sem býr innra með sérhverri manneskju, sama hvaða nafni hann nefnist? Í Búddisma er þetta umburðarlyndi haft í hávegum. Elskaðu náungann eins og þú elskar sjálfan þig.

Held bara að þetta sé akkúrat það sem ég hef alltaf haldið fram, að sé það eina rétta. Svo er endurholgunin mjög spennandi hjá Búddismum. Hef oft dreymt, eins og ég sé í öðru lífi, að ég sé manneskja uppi um 1900. Fátæk og aum en að reyna komast út úr sveitamenninguni. Er að bíða á einhverskonar umferðamiðstöð eftir bílnum sem flytur mig á brott, en áður en að því kemur er mér kippt inn í raunveruleikann á ný.Vont, vont. Nota bene, þetta var ekki á Íslandi.

 

 


Gott að búa á skjólgóðum stað

Höfum varla orðið vör við þetta óveður. Húsið ekki mjög háreist, þó á tveimur hæðum sé. Svo eru há tré hér allt í kring. Jú,jú það kvein smá í verstu kviðunum, en ekkert meira en í öðrum veðrum þennann veturinn.

Þannig að við hjónakornin settumst niður í betristofunni, með kertaljós og hvítvínsglas, að horfa á "Loga í beinni". Þá heyrðum við all í einu þvílíkt brothljóð, bara eins og einn glugginn uppi hefði farið í mask. Mér datt strax í hug að eitthvað af byggingasvæðunum í Borgartúninu hefði farið af stað og fundið sér leið inn um glugga hjá okkur. En við rukum upp úr kósýstemmingunni og fórum að leita upptaka brothljóðsins. Allir gluggar virtust í lagi, en þá datt ektamakanum í hug að kíkja út. Og þar lá skýringin, klakastykki hafði runnið af þakinu og farið í þúsund mola á tröppunum. Þvílíkur léttir að þetta var ekki meira.

Þannig að við önduðum léttara og reyndum að ná aftur kósýstemmingunni yfir "Loga". Nokkrum mínútum seinna kemur sonurinn heim úr vinnunni. Hann var rennblautur að hlaupa úr bílnum og inn. Að hans sögn var Miklabrautin "ljós dauðans". Ekkert nema lögreglu og hjálparsveitarbílar. En síðan hleypur hann upp í herbergið sitt. Augnabliki síðar er hrópað "MAMMA". Við fáum áfall í sófanum, ok, nú eru gluggarnir hjá honum farnir (áveðurs). Síðan kom: Eruð þið ekkert að spá í lekanum, hvar eru föturnar, það hriplekur hérna í holinu.

Þannig að þetta óveður var bara venjulegt. Rok og rigning=leki. En við misstum að mestu af Loga. Don't Worry About It 






Alltaf sama stuðið í 105

Sat að venju við lærdóminn í dag, en varð litið út um gluggann um hálffimm leytið. "Er alltaf að bíða eftir stórhríðinni, sennilega." En þá sá ég þvílíkan reykjarmökk stíga upp þar sem gamla Bílanaust húsið var. "Nú er þar komið millahús, reyndar enn í byggingu"

Ég hljóp niður að segja ektamakanum að það væri sennilega kviknað í niður í Borgartúni. Þá var hann dottinn niður í bókina eftir Steven King "Farsíminn" sem ég náði að krækja í á bókasafninu í dag.

Hann hrökk við, því hann hafði einmitt verið að lesa um sprengingar og eldsvoða á fyrstu blaðsíðum bókarinnar. Hélt í fyrstu að hann væri kominn inn í hugarheim Master King.

En við vorum forvitin að sjá hvað væri að brenna og hlupum þessa 500 metra að brunasvæðinu en þá var það ekki merkilegra en bara byggingakrani, sem stóð í ljósum logum,  sem sennilega olíurör hafði farið í sundur. En þetta var samt stór eldur og ennþá stærri reykur.


Smá kalt í dag

En elska bara þennan kulda, á vissan hátt. Þegar kellingaveikin hefur öll völd, með hita og svitaköstum, þá er svo gott að hafa kalt.

Gott á nóttunni að geta hent sænginni ofanaf sér, enginn ofn, bara opinn gluggi. Ágætt að skreppa út á svalir, léttklæddur, á daginn.

En afleitt þegar manni er kalt, þá koma engin köst Holy Moly

En eyddi megninu af deginum í Kringlunni með unglingssynininum. Erindið var að fata hann upp að einhverju leiti. En stráksi er svolítið mikið spes, "Ég vil bara föt eins og ég á". Asparger rétt lýst.

 Perfecto Með fortölum og innsýn í hans veruleika, tókst þó að kaupa tvennar gallabuxur og tvær peysur.

Var ekki viss að hann myndi fíla innkaupin þegar heim var komið, en er strax búinn að máta allt og fílar allt í botn.

Þetta hefur alltaf verið vandamál, að finna föt á ljúflinginn. Hann er nefnilega ofurgrannur. 17 ára ca. 165 á hæð en bara um 45 kg.

En þetta virðist vera ættgengur andskoti. Við eigum víst við þann vanda að stríða, að halda holdum. Ekki er nein átröskun á ferðinni, heldur það meðfædda mein að matur er ekki í uppáhaldi. Maturinn er bara misjafnlega vondur. Við borðum til að lifa, en lifum ekki fyrir matinn. OK, ef þú færð andköf og hneykslun, hættu bara að lesa, skoðaðu önnur blogg. Set inn greinaskil svo fólk þurfi ekki að lesa lengra.

 

Mamma mín var spurð að því "hvort ég fengi aldrei neitt að borða" þegar ég var krakki. Var að detta í sundur. Nema bumban mín hefur alltaf verið eins og hjá þeim vannærðu, stór og kringlótt.

Ekki batnar bumban, þegar eigandinn er kominn á miðjan aldur+

Samt, að vera lítil og nett, ljóshærð.... enn. Allir útlimir grannir, en með bumbu sem sæmir ríkum þjóðhöfðingum  Shiver 


Logn og blíða......

Sumarsól... varla.

Samt óvenjugott veður hérna í höfuðborginni í dag. Þrátt fyrir smá frost, fór letihaugurinn í lítinn labbitúr. Þar sem búsetan er nálægt miðbænum, var stefnan tekin á Laugaveginn. Með smá frávikum: banki, pulsa, malt og viðkoma í matvörubúð.

Svo var mín tilbúin að steðja niður laugaveginn. Játa það að vera sárasjaldan þar á ferðinni, en þvílíkt sjokk!!! Hvað hefur orðið um öll þessi fallegu gömlu hús? Núna sé ég bara niðurnídda kofa sem eigendur virðast ekki hafa neinn áhuga á að halda við.

Já, held ég sé að fatta þetta.... auðvitað eru miklu meiri peningar í lóðunum. Þá er hægt að byggja háhýsi sem skila miklu meira arði en þessir kofar, sem eru víst flestir að hruni komnir og ekki einu sinni rottuheldir.

Held að þetta sé íslendingurinn í hnotskurn. Við skömmumst okkar fyrir að vera svona sein útúr moldarkofunum, og allt sem minnir okkur  á gamla tíma skal burt. Við erum nútímaleg þjóð.

Er ekki í tísku hjá okkur þessi minimalisti? Köld og dauð heimili. Ekkert persónulegt uppivið, eins og við skömmumst okkar fyrir fortíðina. Það fólk sem aaaaar og ooooar, þetta er svo brilljant, er það ekki aðeins of týnt í þessari fyrringu.

Bara smá hugleiðing.

 Vertu þú sjálfur og hættu að elta rófuna á tískunni. Við höfum öll ólíkan smekk, en virðum það, ekki elta.

Bullið hefur mælt Thank You 

 








Aftur óveður...

Mikið hef ég gaman af "vondu veðri". Elska það þegar samgöngur fara úr skorðum.

Alltaf jafn gaman þegar veðrið kemur á óvart hérna á íslandi. Við erum auðvitað vön sól og blíðu allt árið um kring. Og verðum alltaf jafn hissa, árvisst, að það sé kominn vetur.

Dæmisaga

Halló.... Á að vera snjór hérna í höfuðborginni???? Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu!!! Nóg borgum við víst í skatta. Ég á rétt á því að komast minna ferða, á mínum fjallajeppa (reyndar enn á sumardekkjum). Afhverju er ekki búið að moka og salta mína leið???

Fer í mál við borgina, jeppinn minn beyglaður og lakkið alveg ónýtt. Þetta er alfarið þeirra mál, að halda ekki götunum auðum. Ekki er það mér að kenna, allur snjórinn og hálkan.

 


Brjálað veður!!! Ha, hvar???

Hrökk upp í morgun við 9 fréttirnar. Þar var tilkynnt að snarbrjálað veður væri hérna í höfuðborginni og að við værum að mestu fennt inni, þar sem Reykjanesbrautin, Hellisheiðin og Þrengslin væru lokuð. Rauk með andfælum upp úr rúminu og þreif gardínuna frá glugganum. En viti menn, bara logn og blíða hérna í 105. Smá snjór, en engir skaflar.

Fór auðvitað á netið að athuga með umheiminn. Jú,jú, einhver skafrenningur og él í morgunsárið, en ástæða vegalokana...... Yfirgefnir vanbúnir bílar þvers og kruss, þannig að ruðningstækin komast ekki að.

Halló, við búum á Ísland, lengst upp við Norðurpól. Það er vetur, snjór og hálka megnið af árinu. Erum við landarnir orðnir svona úrkynjaðir að heilbrigð hugsun kemst ekki lengur að?

Er bara rasandi yfir þessari hegðun. Ekki bara að þeir heimskingjar sem fara af stað á sumardekkjunum, og jafnvel yfir fjallvegi, stoppi ekki aðeins umferðina, heldur hættuna sem þetta skapar. Og þá ekki bara fyrir þá sjálfa, heldur ekki síst samferðamennina í umferðinni.

Held bara að það ætti að svipta þá ökumenn réttindunum sem festa eða valda tjóni á vanbúnum bíl.

 

 

 

 

 

 

 

 


Jejejejejejeje

Sá auglýsta vinnu við það sem ég er að læra, bara ca. hálfnuð. Sótti um, og viti menn, hringt í mig í dag og boðuð í viðtal á morgun. Skrýtið, því umsóknarfresturinn er til 28 jan.

Reyni að sýna mínar bestu hliðar og tjalda öllu til. Alltaf gott að vita svona fyrirfram, hvort starfið sem maður sá í hyllingum, henti manni, eða séu bara draumórar.

 


Afhverju þurfum við alltaf að traðka á öðrum manneskjum?

Og hlakka yfir óförum annara. Hlæjum þegar einhver dettur eða verður vandræðalegur. Er okkur hlátur í hug þegar þetta kemur fyrir okkur sjálf?

Ég er sennilega sú ópólitíska manneskja sem uppi er og skil yfirleitt ekki um hvað þetta snýst, nenni því ekki. Fyrir mér er þetta sami grautur í sömu skál, ár eftir ár. En ég hef aldrei upplifað áður að það sé ráðist á persónu svona grimmt. Nema kannski soninn hans Davíðs, og varð alveg steinhissa.

Veit vel að sjálfstæðismenn taka stefnunni sem trúarbrögðum (er gift einum slíkum). En fólk verður að gera greinarmun á manneskjunni og stjórnmálamanninum. Hélt nefnilega að við værum að kjósa flokka(stefnur) en ekki fólk.

En minni alla á það, sem álpast inn á þessa síðu, að aðgát skal höfð í nærveru sálar, sama hvaða stöðu hún gegnir. Við erum öll manneskjur, með okkar kosti og galla.

Lifið heil og komið fram við náungann eins og þið viljið að komið sé fram við ykkur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 313

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband