Alltaf furðulegur þessi langi föstudagur

Er að meina það, þessi dagur líður hægar en venjulegir dagar.

Við fórum á fætur um kl.10 í morgun (smá að sofa út). En vorum fljótlega komin á fullt í eldhúsinnréttingunni. Héldum að við værum að gera einhverja bölvaða vitleysu þannig að það var hringt eftir aðstoð. Hjálparsveitin í gerfi Guðmundar Góða mætti kl. 12 og var farin hálftíma seinna.

Að okkur fannst 5 tímum seinna, voru neðri skáparnir komnir og helmingurinn af efri skápunum. En þá sagði klukkan bara að það hafði liðið 2 og hálfur tími.

Allavega er þetta allt að koma, klárum að henda upp skápunum á morgun. Rafvirkinn ætlar að mæta kl. 10 fyrir hádegi og ganga frá töflunni og dósunum. Þannig að annaðkvöld ættum við að vera komin með helluborð, ofn og síðast en ekki síðst..... uppþvottavél, sú fyrsta á mínum ferli.

Þannig að á páskadag og annan er stefnan tekin á þrif. Þykkt steinryk er yfir öllu svo við þurfum að setja hvern einasta hlut, sem býr hérna innandyra, í gott bað.

Svo tekur vinnan við. Ektamakinn á þriðjudag og ég á 25 ára afmæli sonarins, á miðvikudag. Samt smá fyndið með afmælið.... Sonurinn er hálf fimmtugur......


Þegar ein kýrin pissar, er annari mál

Er búin að vera að leita mér að vinnu, undanfarnar vikur. Ekkert hefur komið út úr því. Svo loks sama daginn, var ég boðuð í nokkur viðtöl.

Öll gengu þau nokkuð vel, allavega átti að ráða mig á staðnum í öllum tilvikum. Þannig að það var bara undir mér komið, hvar ég vildi vinna.

Tók sólarhring í að hugsa málin og einkennandi fyrir mig, tók verst launaða starfinu. En mér finnst skipta svo miklu máli hvernig starfsandinn er á vinnustaðnum. Það skiptir máli hvort manni hlakkar til að takast á við vinnudaginn eða fær þunglyndiskast við tilhugsunina.

Þannig að ég er komin í vinnu, aftur.  Með vonandi frábærum vinnufélögum, allavega leist mér langbest á þetta vinnuumhverfi. Byrja næsta miðvikudag.

Vona bara að eldhúsinnréttingin verði komin upp og ég nái að þrífa húsið, áður en vinnan skellur á.


Þoli ekki þegar útpæld færsla "púff" hverfur bara

Sennilega misskilningur á milli mín og tölvunördanna. Kann lítið meira en á lyklaborðið. Hef samt farið á nokkur tölvunámskeið og tölvuáfanga. Skrýtið, fæ alltaf hæstu einkunn á prófunun. Já, gleymdi einu, fljót að tileinka okkur námsefnið en við erum svo fljót að gleyma, komin á þennan aldur.

Svo þegar maður er loksins búinn að læra eitthvað varðandi þessar tölvur, þá kemur ný útfærsla. Og þá þarf að byrja upp á nýtt.

Er bara að bulla... Ekkert eldhús, allt í ryki og skít. Þarf að hafa nóg að kaffi og meðí, iðnaðarmenn vinna ekki án þess. Er ekki að grínast, en ofaní 2 iðnaðarmenn fer kaffipakki á dag.....

Svo á meðan heimilið er undirlagt, þá er ég auðvitað í atvinnuviðtölum. Reyni að finna einhver föt sem eru ekki grá af ryki, og að finna andlitsgræjurnar er smá mál. En tek þessu öllu með stólískri ró og segi sjálfri mér að "góðir hlutir gerast hægt".


Þá er komið að því.... loksins

Erum að fá nýtt eldhús.

Þegar við keyptum þessa íbúð fyrir nærri 3 árum, var eldhúsið bara út úr kú. Vildum aðra innréttingu, hentugri og flottari. Ég meina, sú gamla var varla innrétting. Óhentug, skítug, morkin og ljót. Og loksins réð fjárhagurinn að einhverju leyti við þetta dæmi.

Rafvirkinn kom í gær svo að við værum með meira en einn slökkvara og tvo tengla. Einnig kom smiður (vinnufélagi mannsins) til að skipta um fúinn glugga.

En þvílíkt steinryk og óþrifnaður. Rafvirkinn þurfti að fræsa fyrir nýjum lögnum, þannig að allt, uppi og niðri þarf hreingerningu, þá er ég að tala um allt. Það er þykkt ryk yfir allri íbúðinni. Mesta furða að tölvan skuli ekki vera stífluð.

Endilega ef einhvert ykkar er laust á næstunni, þá komið heim til mín að þrífa. Aldrei að vita nema matarboð verði í verðlaun. Ektamakinn rosa góður kokkur, og ég góð í að leggja á borð.

En að öllu gamni slepptu, þá finnst okkur þetta rask vera þess virði. Allavega gengur þetta yfir og við verðum rosa ánægð þegar við erum búin að þrífa hvern krók og kima, og komin með flott og hentugt eldhús.


Prófskrekkur

Hef alltaf verið með þessa villumeldingu að vera rosa stressuð fyrir próf. Fór í lokapróf í Skjalastjórnun í dag. Ákvað að vera komin hálftíma fyrir próf upp í skóla og renna yfir námsefnið (lesist, páfagaugalærdómur). En það varð lítið úr því. Við 5 eða 6 sem mættum í prófið vorum allar úti á túni í námsefninu og kjaftaði á okkur hver tuska. Þannig að þessi hálftími fór ekki í námið. En mikið rosalega var gaman að tala við þessar stelpur, hitta þær öðruvísi en í tölvunni.

En páfagaugalærdómurinn nýttist mér bara vel. Mjög létt próf, 20 min. og svo var ég búin. Vona að hin 3 í vor verði jafn létt, meina að það þurfi bara 4 klukkutíma eða minna til að ná efninu.


Ég á afmæli í dag...

Er orðin xxx gömul, greinilega. Synirnir alltof uppteknir í sinni vinnu til að muna eftir mömmu gömlu.

En ektamakinn kom heim með blómvönd, rauðvínsflösku, góðan ost og gjöf frá tengdó. Og fékk stóran koss í staðinn.

Annars var deginum eytt í þvott, þrif og smá lærdóm. Eins og venjulega.

Annars lenti sá litli í hasar í vikunni. Það var reynt að ræna tölvubúðina þar sem hann vinnur. Er frekar lítill og mjór og ekki mikið til stórræðanna, lét aðra vinnufélaga um að elta þjófinn. Þannig að strax eftir ránið snéri hann sér að næsta viðskiptavini og hugsaði bara um afgreiðsluna.. hvað var vandamálið aftur????

Alltaf gott að vera bara jarðbundinn....

 


Svo Bubbi er með fordóma!!!

Var að horfa á Bandið hans Bubba. Álitsgjafarnir greinilega með á nótunum. Þeir lélegustu í kvöld voru að mínu mati þeir Biggi og Villi. En þegar að endurflutninginum kom var Biggi mun betri.

Biggi bætti sinn flutning að mörgu leyti, meðan Villi var bara eins, frekar lélegur, samt góður söngvari. Þetta sama vandamál kom upp í x-factor minir mig, vegna þess að keppandinn var ekki skjannahvítur, þá á hann ekki sjens.

Finnst leiðinlegt þetta viðhorf. Við erum öll eins hvað líkamsstarfsemi viðkemur. Hvaða máli skiptir hvernig húðin vermdar okkur? Við verðum að aðlaga okkur að þessu samfélagi sem er að verða til í dag.

Hvað með öll þessi börn sem hafa verið ættleidd frá öðrum menningar og litarsvæðum? Þau alast upp sem íslendingar og eru íslendingar... En á að líta niður á þau, bara fyrir litarháttinn, það sýnir svo mikinn moldarkofa syndrome                            

Langar að minna á setningu" Maður, líttu þér nær". Og "komdu fram við náungann eins og þú villt að hann komi fram við þig"

Bullið hefur komið fram skoðun sinni, en ef einhverjir kjósa að misskilja þessa færslu, er það á þeirra ábyrgð.


Veistu hverju ég týndi?

Ákvað að fá mér smá labbitúr í dag, þrátt fyrir snjóélin. Hélt af stað inn í Kringlu, bara ca. hálftíma lall. Veiddi eitt og annað sem vantaði í búið, og fór síðan sem leið liggur heim á leið.

Var að ganga Álftamýrina til norðurs, þegar ég sé manneskju á undan mér. OK, var með hettuna á hausnum, enda stíf snjókoma. Dreg þessa manneskju fljótt uppi og ætla bara að fara framhjá.

Þá snýr þessi kona sér við og ég sé að þetta er bara elskuleg amma að klofa snjóinn. En hún ávarpar mig með þessum orðum "Veistu hverju ég týndi" Ég bara úti á túni og segi: "varstu að týna einhverju". Já, svarar hún, ég var að týna manninum mínum. Það kemur á mig og dettur fyrst í hug, ó, guð, hún er með elliglöp, ratar kannski ekki heim, er villt.

En hún var alveg með fullu viti, hafði verið að þrasa við karlinn um morguninn. Og eins og okkar kvenna er von og vísa, þá er líðan karlsins upp á okkur komin. Hún var grátandi yfir því að hann var henni ekki samferða, bara útaf einhverjum orðum sem hún sagði. En að ferðalokum okkar, sagði hún að hann væri frekjudós, en góður og hugulsamur.

Þá fór ég að hugsa um hversu ólík við erum, konur og karlar. Og hversu mismunandi við erum.

Umræður um þetta málefni vel þegnar....


Dánarfregn...

Fyrrverandi tengdapabbi og afi "litla barnsins" lést í gærkvöldi.

Hann var búinn að vera veikur lengi. Fékk heilahimnubólgu fyrir nokkrum árum og varð hann fyrir verulegum heilaskemdum í kjölfarið. En fyrir þetta áfall, með hressustu mönnum.  Þannig að elsku karlinn hefur ekki verið hann sjálfur þessi síðustu ár. Nafni (litla barnið) hefur verið nokkuð duglegur að heimsækja afann, sérstaklega eftir að hann fékk bílprófið, þó svo að afinn hafi ekki alltaf þekkt hann.

En uppáhalds afastrákurinn fékk frí í vinnunni eftir hádegið í gær og var með afa sínum ásamt fjölskyldunni, þegar hann skildi við. Þrátt fyrir að við aðstandendur höfum haft þessi síðustu ár til að syrgja góðan vin og ættföður, þar sem við vissum að hann ætti ekki afturkvæmt sem sami maður, þá er þetta virkilega sárt.

Stráksi veit að þetta var fyrir bestu, en er samt ansi aumur. Vill ekkert tala um þetta að sinni og flýr inn í herbergi. Kannski ekkert skrýtið, unglingur að upplifa dauðann í fyrsta sinn. Og sjá þegar ástvinur sofnar svefninum langa.

 


Stolt af litla barninu

Ekkert smá stolt af honum, en stoltið samt smá lævi blandið.

Þannig er mál með vexti, að drengurinn er kominn með nettann skólaleiða (er á öðru ári í menntó). Hann hefur verið að vinna með skóla á þessum skyndibitastöðum.

En einn miðvikudaginn ákveður hann að sækja um starf á netinu í tölvuverslun. Það var hringt um hæl og hann boðaður í viðtal á föstudeginum, og minn kominn í vinnu á mánudag. Stráksi elskar þessa vinnu og ákveður að hætta bara í skóla um sinn. Þannig að eftir 2 vikur í starfi, spyr hann yfirmanninn hvort sé möguleiki á fullu starfi.

Þá var hann tekinn í annað viðtal af þremur æðstu mönnunum og boðin ný staða, sem innkaupafulltrúi. Þar sem verslunin er að færa út kvíarnar, er ekki nóg að það sé bara innkaupastjóri, hann vantar aðstoðarmann. Var búið að skoða aðra starfsmenn með tillit til þessarar stöðu, en enginn kom til greina.

Þannig að stráksi er að standa sig í vinnunni, allavega ekki margir sem fá stóra stöðuhækkun eftir 2ja vikna starf. En hann er samt ekki búinn að gefa nám alveg upp á bátinn. Vill endilega (ennþá) verða flugmaður eins og stóri bróðir.

Svo hann ætlar að prófa að vera í fjarnámi (eins og mamman) allavega næstu annir.

En ef börnin eru að spjara sig og eru ánægð, þá er ég sátt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband