Skrýtið.....

Var að tékka á blogginu mínu og var þar að finna færslu sem ég kannast bara ekkert við. En minnist þess að í síðustu viku var fólk að kvarta yfir að einhver hafi verið að rugla í bloggsíðunum. Er einhver/ir að brjótast inn á síðurnar okkar, eða er einhver samsláttur? En á það til að ganga í svefni og á til að gera ýmislegt í þessu ástandi, en að fara upp og kveikja á tölvunni, bíða eftir að hún hlaði sig, logga mig inn og skrifa einhverja færslu er alveg útúr kortinu. En þessi færsla var krípí. Tékkið á henni. Er með gæsahúð.

Kæru kunningjar

Held  ég að missa mig, Getur .að verið ap ijjur sæe stjæirnað,,,,, Þannig er stafsetningunni rótað til á hverjum degi. Skil þetta bara alls ekki,veit að enginn að innan myndi standa í slíku Er ekkert þekkt né vinsæl,hver er að bulla í stafsetninunni??? Sá hinn sami skal verða dæmdur í góða samfélagsþjónustu, Svosem að hreinsa rusl af götum og torgum. Eins þeir sem eru að lemja og berja, þeir ættu bara að fá að vera hjálparhellur á sjúkrahúsinu um helgar, og sjá skaðann sem svona hegðun veldur.. Hjálp er langoftast besta meðferðin hjá öllum aldursflokkum. En það er greinilega kominn draugur í lyklaborðið mitt. Kann einhver að reka út illa anda????

Skrifa orðið en þegar lesið yfir er bara komið einhvert bölvað bull

Hjálp..... Held ég sé andsetin, eða þá tölvudruslan


Skólinn að byrja

Jæja, þá er mín að byrja aðra önnina í fjarnáminu. Fór í dag að viða að mér námsbókunum. Byrjaði á bókasafninu en gat bara fengið 2 bækur af 7 þar, þannig að við sonurinn skutluðumst í Griffil, þar sem á að vera ódýrast að versla skólabækurnar. Fékk 4 bækur þar og varð fátækari um 10.000 kall. Samt voru tvær skiptibækur með í pakkanum. Það er víst svolítið dýrt að mennta sig. En nóg með það.

 Sonurinn sem er búinn að vera með bílpróf í tæpa 3 mánuðu, var alveg gáttaður á umferðinni í dag. Spurði mig hvort það væri fullt tungl eða eitthvað. Hann lenti í því að það var bakkað á hann kyrrstæðan ( litlar skemmdir og engin slys ), ökumenn voru óvenju pirraðir og hann var sjálfur nærri búinn að keyra aftan á. Síðan er hann vitni og fyrstur á staðinn við umferðarslys, hringdi í 112 og róaði þann slasaða sem var aðalega í sjokki en ekki mikið slasaður. ( keyrt á staur ). Hann þurfti að gefa skýrslu og allt það. Þannig að greyið litla kom heim síðdegis eftir annasaman dag og sagðist ekki ætla að hreyfa bílinn meira þennan sólarhringinn. En það skemmir ekki krakkana okkar, kennir þeim, svo ég ætla að vona að hann verði bara betri bílstjóri eftir þennan erfiða dag.

 Og elskurnar, það er ekki svo erfitt að gefa stefnuljós, er það? En held að umferðin myndi ganga mun betur ef við gætum munað hvar stefnuljósastöngin er Wink.

Hafið það sem best og góða nótt


Foreldrar

Á 75 ára gamla móður og tengdamóður aðeins yngri. Meðan tengdó spreðar peningunum sínum í okkur börnin áður en hún er öll(krabbamein), þá er mín fjölskylda ekki á sömu nótunum. Mamma mín búin að vera mikið veik síðastliðið ár. Hún er búin að vera í sambúð með yndislegum manni sl. 30 ár. Hann hefur borið hana á höndum sér öll þessi ár. En hún mamma gamla er ekkert lamb að leika sér við. Greindist með ofvirkni á efri árum og vott af einhverfu. En geta sum systkinin dílað við það???

Nei, þau eru of upptekin af sínu lífi... Og eru svo móðguð út í mömmu sína að þau hafa ekki talað við mömmuna í marga mánuði.

Finnst oft á tíðum að þau bíði sem hrægammar yfir kistu mömmunar og telji krónurnar..... Sambýlismaðurinn má fara út á guð og gaddinn að þeim finnst, þó svo að hann hafi verið aðal fyrirvinnan öll þessi ár.  

Elsku Jakob,,,, finn til með þér og ekki gefast upp. Stend alltaf við bakið á þér


Að verða fullorðinn

Skemmtileg færsla hjá Kristófer, ætlaði að kommenta hjá honum en tölvan mín gömul og lúin og neitar stundum að gera það sem henni er sett fyrir. Held stundum að hún sé hreinlega komin með elliglöpAngry Reyndi að setja inn færslu áðan, en þá datt netið út. Ekki í fyrsta sinn.Crying Og það bregst ekki ef andinn fer á flug, þá fer netsambandiðAngry

En um það að verða fullorðinn.... Flest öll okkar áttum við foreldra sem voru voða fullorðin í sér. En ég held að við verðum aldrei fullorðin í rauninni. Okkur líður alltaf andlega eins og við séum um tvítugt, en þegar við eignumst börnin okkar þá verðum við að verða við væntingum þeirra og þykjast vera svoooo fullorðin. Í rauninni eru það börnin okkar sem gera okkur fullorðin. Þau líta upp til okkar og ekki megum við valda litlu greyjunum vonbrigðum. Þannig að það eru börnin sem ala okkur foreldrana upp, og gera okkur fullorðin í þeirra augum.

Þangað til næst, hafið það gott


Síminn...

Er alltaf að fíla þessa auglýsingu betur og betur, því oftar sem ég sé hana. Hún er svo frábærlega unnin, að undanskildu einu litlu atriði. Veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því, en þegar Júdas tekur við peningunum og Jesú horfir á það í símanum, sjáum við báðar hendur Júdasar. Hver hélt þá á símanum fyrir hann??? WounderingEn bara fínt að krakkarnir fara að spyrja út síðustu kvöldmáltíðina, góð bibíufræðsla og held bara að krakkarnir skilji boðskapinn betur þegar tæknin er innifalin. Allavega er það mín reynsla á þessu heimiliWoundering. Og fyrst Gunnar í Krossinum hefur ekkert á móti þessu, held að venjulegu Jónarnir og Jónurnar ættu ekkert að vera að fara í flækju yfir þessuSmile

Þangað til næst....


Verkur...

Held ég sé með klemmda taug.

Fyrir nokkrum árum fór ég að finna fyrir verk í hægri rasskinninni eftir strembna daga í vinnunni.  Eftir að verða svo forfrömuð í vor að geta bara verið í skóla, hefur ekkert borið á þessu illfylgi. En í síðustu viku seint um kvöld kom þetta aftur. Gat ekki legið, setið né staðið, var alltaf að bíða eftir að þetta liði hjá en um fjögurleytið um nóttina gafst ég upp og tók verkjalyf og náði að sofna. Næsta dag fann ég ekkert til og taldi þetta vera bara tilfallandi. En um kvöldmatarleytið byrjaði þetta aftur og svona hefur þetta verið undanfarið, er einkennalaus allan daginn en fæ verki á kvöldin. Náði mér í bólgueyðandi í apótekinu um helgina og hef verið að taka eina töflu síðdegis og það virkar, enginn verkur. En í kvöld gleymdi ég að taka töfluna og rauk út um 6 leytið í úthringivinnuna mína. Uppúr kl. 7 fór ég að finna fyrir þessu og um 8 leytið var ég hætt að geta sitið og var gangandi um gólf. Verkurinn púlsaði niður löppina og ég gat varla stigið niður því hafði lítinn mátt. Hálf 9 var ég orðin viðþolslaus og fór heim. En þvílík kvöl og pína að keyra þessa örfáu kílómetra heim, var hálfmáttlaus í bensínlöppinni og algjör martröð að færa hana yfir á bremsuna. En komst heim og beint í lyfin, var samt svo kvalin að tárin spruttu fram. Það tók rúman klukkutíma að líða þolanlega.

Enn kæru bloggvinir... kannist þið við eitthvað svipað? Er að spá í að fara á heilsugæsluna á morgun. Þetta er nottla ekkert eðlilegt.


Ojá trúin...

Hef oft velt þessari trú fyrir mér... Afhverju er sumir á móti trúarbragðafræðslu í grunnskólunum....Er ekki bara af hinu góða að ungarnir okkar fái fræðslu um hin og þessi trúarbrögð meðan þau eru enn ung og móttækileg. Hló upphátt að auglýsingunni frá Símanum, Jesú að hringja í Júdas... Bara snilld.

En hef lesið og kynnt mér hin ýmsu trúarbrögð í gegnum tíðina. Í rauninni er þetta allt það sama, En hef aldrei skilið þessa dómhörku sem þeir sem kalla sig sanntrúaða sýna. Er ekki víðsýni og fyrirgefning það sem trúin gengur í rauninni út frá. Enda hafa blóðugustu stríðin verið í nafni trúarinnar. Hvernig getur einstaklingur drepið annann mann í nafni trúarinnar? Þetta er allt komið út í öfgar, held að Guðinn okkar, hvaða nafni sem hann nefnist, sé að gefast upp á okkur.

En Guð er bara í hnotskurn það góða sem býr innra með hverjum manni og skrattinn er það vonda sem við sláumst við í sálu okkar. Öll eigum við okkar djöful að draga.

Eigið þið öll frið í sálinni ......


Rok og rigning

Hvað er betra á svona kvöldi,  þegar regnið bylur á rúðunum og vindurinn hamast í trjánum, en að liggja upp í sófa með kertaljós í hverju horni og hlusta á veðurhaminn. Elska bara svona veður á kvöldin og nóttunni, sef alltaf best í brjáluðu veðri. En þetta sama veður á alls ekki upp á pallborðið hjá mér á daginn, verð þung og syfjuð og vil helst bara kúra undir sænginni. Sennilega erum við oft á tíðum næmari fyrir loftþrýstingnum en við höldum. Við erum víst hvað 60-70% vatn. Eins þetta með fulla tunglið, margir fá nettan trylling á fullu tungli og er ekki frá því að undirrituð verði smá örari í geði við þær aðstæður. 

Meira seinna, held áfram að njóta veðursins.....

 


Hvað er til ráða???

Hvað gerið þið þegar makinn hrýtur og enginn er svefnfriðurinn?

Farið þið á bloggið?

Leggið þið ykkur í stofusófann?

Farið í gestaherbergið og sofið þar?

Skutlist í foreldrahús og sofið í gamla herberginu?

Eða haldiðið áfram að vera þreytt og pirruð?

Bara svona hugleiðing, þar sem hroturnar óma um allt hverfið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband