Stórhættuleg heimilisstörf

Já, það er stórhættulegt að stunda heimilisstörfin. Byrjaði á því í gærmorgun að skipta á rúmunum, svo sem ekki í frásögur færandi, en skrikaði fótur og  og bar hendina fyrir mig á rúmið og bögglaði lillaput illilega. Svo nú er aumingjas puttinn illa bólginn og marinn. Síðan var farið með þvottinn niður í þvottahús en á leiðinni niður hanabjálkastigann hrasaði ég og rann á rassinum alla leið niður. Svo nú er botninn marinn og blár. Við eldamennskuna brenndi ég mig á handleggnum og við uppvaskið losnuðu blöndunartækin af og heitt vatnið sprautaðist yfir allt eldhúsið og auðvitað mig líka. Greinilega ekki alveg minn dagur. Engin furða að ég skuli alltaf krossa við á skattaskýrslunni að ég vilji tryggja mig fyrir slysum innan veggja heimilisins. Allavega er ég komin í pásu með þessi heimilisstörf, sit og sleiki sárin, en þessi verk vinna sig víst ekki sjálf þannig að ég verð þá að setja mig í stórhættu aftur að viku liðinni.

Og munið elskurnar að fara varlega við þrifinFrown


Hef verið að spá og spekúlera...

Þetta með þetta samkynhneigða fólk... Hvern fjandann kemur það okkur við hvað fólk er að gera innan veggja heimilisins??? Svo framarlega að enginn sé að ofbjóða börnum eða öðrum.

Ekki erum við útilokuð þó við prumpum undir sænginni eða borum í nefið í laumi. Við erum eins margvísleg og við erum mörg. Held að samkynhneigð sé alls ekki af hinu illa. Allavega mín kynni af allskonar fólki gefur ekkert slíkt í skin. Aftur á móti er ég skíthrædd við þessa kalla, sem kalla sig straight, en beita annað fólk ofbeldi og jafnvel misnota sín börn og annara. Held að við ættum að vera meira á varðbergi gagnvart því fólki, en að hengja okkur í homma og lesbíur, sem eru samkvæmt mínu viti oft betra fólk en venjulegi Jóninn eða Jónínan.

Þessi í Krossinum, sem er alltaf leitað til af fréttamönnunum, ef á að rökræða eitthvað, ætti kannski að lesa biblíuna sína betur. Veit ekki betur en okkur hafi verið kennt að Guð og Jesú hafi verið meistarar í fyrirgefningu. Og að sá sem syndlaus sé, kasti fyrsta steininum. Við megum hvorki né getum dæmt annað fólk.

Ok, við erum ekki alltaf sátt við það hvernig aðrir haga sér, en við getum ekki dæmt nema að vita afhverju viðkomandi hagar sér svona. Og ef við höfum tíma og áhuga á þessari manneskju, þá kemur oftast í ljós að viðkomandi er ekki slæmur að upplagi. Það eru aðstæðurnar sem skapa kringumstæðurnar.

Svo boðskapur þessarar greinar er að setja sig ekki í dómarasæti, vertu manneskja með þitt vit í kollinum og dragðu þínar eigin ályktanir.


Köngulær...

Búin að vera ansi lífleg umræða um köngulærnar hérna á blogginu í dag.

Er ein af þeim sem eru með phopiu gagnvart þessu ógeði. Lenti í því fyrir mörgum árum, að vera ein heima og í rólegheitum að lesa inn í stofu. Bauð þá ekki eitt kvikindi sér í heimsókn. Hvað átti ég að gera???? Get ekki einusinni komið nógu nálægt þessu til að drepa. En í þessu tilviki varð ég að gera eitthvað, ekki gat ég vitað af ógeðinu lifandi í íbúðinni og ráðast á mig sofandi um miðja nótt. Þannig að það var stokkið fram á gang og byrjað að henda skótaui í kvikindið, hitti í annari tilraun og var að byrja að anda léttar þegar réttist úr einni löpp og síðan úr annari.... Greinilega ekki alveg dautt. Minn blóðþrýstingur og hjartsláttur rauk upp úr öllu valdi og valdi góða vetrarbomsu og var að miða af nákvæmni, eftir sem titrandi útlimirnir gátu valdið.

Og þá hringdi síminn..... alveg við hliðina á mér. Fékk nett hjartaáfall en það skrýtna var að það var enginn í símanum, bara sónn. Held að köngulóarskrattinn hafi verið að hringja. 

Þó að þetta hafi verið nógu skelfileg upplifun, þá á ég aðra sögu sem toppar þessa..... Bjó í íbúð þar sem voru húskrabbar, en það eru þessar stóru svörtu með stuttar lappir og hlaupa rosa hratt.

En eitt kvöldið var ég svo búin eftir daginn, að ég ákvað að fara í heitt og slakandi bað, tók með mér rauðvínsglas og eitthvað gott að lesa. Svo ligg ég þarna í þvílíkri afslöppun, en allt í einu heyrist blúbb.... lít í kringum mig en sé ekkert óvenjulegt. Ok, bara ofheyrn hugsa ég og fæ mér rauðvínssopa. Þegar sopinn er kominn upp í munninn finn ég fyrir einhverju upp í mér. Var ég ekki nema komin með köngulóna upp í mig, hef ekki getað drukkið rauðvín síðan og er með æluna í hálsinum meðan ég skrifaði þetta


Frábært lag

WinkNottla snilld.... Núna mun ég vaka með Buffinu. Þetta lag kemur mér alltaf í gott skap, skiptir ekki máli hvernig kerlingin er stemmd, virkar alltaf.

Bara svona gamaldags, hlusta alltaf á Bylgjuna ( gamall vani ). Kallinn er í því að lækka í útvarpinu meðan ég hækka. Grey kallinn, meira fyrir harða rokkið. En eftir áratuga streð, er hann loksins að byrja að líka við mína músík og ég að byrja að umbera hansTounge

 


Reyni aftur.....

Var ekki fyrr búin að fá leyfi fjármálastjóra heimilisins til að vera bara í fjarnámi fram að jólum, en gat ekki á mér setið að fá mér kvöldvinnu. Þetta er nottla bara snilldWink. Vera heima allan daginn þegar kallinn er að vinna og krakkinn í skólanum og hlaupa út þegar þeir koma heim. Síðan að koma heim þegar allir eru að fara að sofaWoundering. Fullt að friði og ró handa mér. Yndislegt hvað ég á fullorðna stráka(sá yngsti 17 og elsti 44(makinn), sá í miðið er 24 og býr á Florida, í námi).Svo ef þið elskurnar fáið símtal frá Ljósinu, Götusmiðjunni, MSN eða einhverri annari góðgerðarstofnun, kannski er þetta ég að hringja í þig....


Barabull....

Næ ekki að birta eitt eða neitt.... prufa

Sko þá gömlu

Þarf að monta mig. Hef ekki komið í skóla í 30 ár, en ákvað að reyna við fjarnám í sumar. ( bara með grunnskóla). Var að fá síðustu einkunnirnar áðan. Og viti menn.... sú gamla á víst eitthvað eftir.

Almenn sálfræði 7.0 :/ Þroskasálfræði 8.0 :) og heilbrigðisfræði 8.0 :(

Meira að segja var gelgjan, kallinn og kötturinn bara steinhissa á góðu gengi þeirrar gömlu. Þannig að nú er stefnan sett á 5 áfanga á haustönninni eða 12 einingar. Hlakka til að halda áfram að læra... 

Fekk leyfi frá fjármálastjóra heimilins til að stunda nám, allavega fram að jólum, þarf ekki að vinna með :) Nema bara að sinna þvottum og þrifum meðfram náminu, fjármálastjórinn sinnir síðan innkaupum og matseld, að mestu.

Þangað til næst... er upptekin í þvottum og þrifum


Detta mér allar dauðar.....

Var að fá einkunina úr almennu sálfræðinni. Það er greinilegt að sú gamla er ekki alveg dauð úr öllum æðum. Fékk heila 7,2  ég sem hafði áhyggjur af að ná ekki 5. Það var dansaður stríðsdans við þessar fréttir. Nú er bara eftir að fá niðurstöðurnar úr heilbrigðisfræðinni, gekk asskoti vel í prófinu, býst við alla vega 7+. Síðan er síðasta prófið á mánudaginn og þarf ég þá að kljást við þroskasálfræðina, sem er álíka torf og sú almenna. Þannig að nú skal nefinu klesst ofaní skrudduna, má ekki fá undir 7 í þessu heldur. Ágætt að karlinn sé lítið heima þessa dagana. Greyið var að koma úr 3ja daga ferð um suðurlandið þar sem hann var að guida grikkjahóp, síðan fer hann með hópinn með flugi til Akureyrar eldsnemma í fyrramálið. Þannig að ég fæ góðan frið við lærdóminn.

Áfram með bókina......


Margt er skrýtið í kýrhausnum...

Hef verið að velta þessu fyrir mér.... Þar sem ég er nú að læra heilbrigðisfræði (lokapróf í fyrramálið)Frown er þetta með gamla fólkið, öryrkjana og annað fátækt fólk hér á landi. Samkvæmt grundvallargildum sem heilbrigðisstefna Íslendinga byggist á er m.a. það að ekki má mismuna fólki á nokkurn hátt, hvað varðar heilbrigðisþjónustu. En er það ekki mismunum þegar þú getur ekki leyst út lyfin sem læknirinn þinn skrifar upp á. Eða þú hefur ekki efni á að senda barnið þitt til tannlæknis, eða að leyfa því að taka þátt í tómstundastarfi. Get auðveldlega nefnt fleiri dæmi. Veit ekki betur en að WHO(alþjóðaheilbrygðisstofnunin) skilgreini hugtakið um heilbrigði þannig, að ekki megi einungis líta á að einstaklingurinn sé laus við sjúkdóma og fötlun, heldur einnig að hann búi við líkamlega, sálræna og félagslega vellíðan. Þó svo að þessi skilgreining hafi verið gagrýnd, hvernig má það vera að þegnar þessa "auðuga" vestræna ríkis er mismunað á þennann hátt. Því fátæktin hefur áhrif á alla þessa þætti.

En er bara enn að læra, svo þetta er kannski bara enn eitt bullið í mér.

 


Bylgjan... Hemmi + Ívar + Ásgeir Páll

Er búin að hlæja fyrir næstu tvær vikur að hlusta á þremenningana. Og svo skemmir ekki tónlistin á milli hláturskasta. Held að þetta sé besta lækningin fyrir þunglyndissjúklinga. Má varla vera að því að fara að sofa, þeir eru svo skemmtilegir. Þeir koma manni í þessa einu sönnu Eyjafílingu, þó svo að maður sé orðinn allt of gamall til að fara á útihátíð. En maður finnur samt alltaf aðeins fiðringinn.

Bylgjan alltaf best.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband