Letilíf... eða þannig

Það er að koma nettur prófskjálfti í frúnna. En miðað við commentin á WEBCT-inu eru aðrir í þessum kúrsum ekkert betur staddir. Kann einhver sem les þetta að setja upp sálfræðiskýrslu? Þarf að skila tveimur rannsóknarskýrslum sem fyrst Errm. Vill einhver vera tilraunarotta??? Annars ætla ég að klóra mig út úr þessu einhvern veginn. Samt finnst mér eitt af mörgu skrýtið... Nú er ég bara að læra til ritara, reyndar hjúkrunar og móttöku, og þarf að gera rannsóknarskýrslur í sálfræði. En maðurinn minn sem var að klára kennaraskólann í vor og er með réttindi til grunn og framhaldsskóla kennslu þurfti ekki að læra að gera sálfræðiskýrslu. Hann þurfti samt að taka þroskasálfræðina eins og ég er í núna. Mér finnst þetta svolítið öfugsnúið Woundering. En lifi og hrærist í sálfræðinni núna. Er hætt að dreyma venjulega drauma... dreymir bara sögur með sálfræðilegu ívafi, eins og ég sé að horfa á sjónvarp Blush. Ef ég gæti munað þessa drauma (skammtímaminnið ekki svo gott lengur) gæti ég örugglega skrifað metsölubækurLoL. Ég meina, þetta eru uppundir 5 sögur á nóttu. Geri aðrir betur... Verð að muna að taka penna og blað með mér upp í rúm og muna að skrifa þetta allt niðurWink.

En hvernig fannst ykkur ljóðið mitt sem var birt í lesbók morgunblaðsins um daginn? Nú gengur maður orðið undir nafninu "Skáldið" í fjölskyldunniCool. Kannski að námið kyndi svona vel undir heilastarfseminni, að maður endi bara sem listamaðurTounge. Nóg þar til næst...


Að reyna að læra...

Var að taka gagnvirkt krossapróf í Sál103 áðan. Ætlaði aldrei að þora að opna prófiðFrown . En birgði mig upp með bókum, glósum og verkefnun. 30 spurningar og einn klukkutími. Bannað að taka prófið upp aftur. En eftir að hafa slökkt á öllum símum, dyrabjallan tekin úr sambandi, unglinginum sagt að hafa sig hægan inni í herbergi og eyrnatöppum troðið í eyrun, var lagt á stað. Opnaði prófið skjálfandi fingrum, og þvílíkt próf. Var greynilega illa undirbúin. Ekkert úr verkefnum eða þannig. Hélt að ég hefði verið að læra, en hef verið meira í sál203 og Hbl103 undanfarið. Hvernig á maður að muna hvaða kall var upphafsmaður þessara eða hinnar stefnunnar? Svaraði samt öllu samviskusamlega . Fletti upp ef ég var ekki viss og þannig. Svaraði öllum nýðþungu spurningunum 30. Fékk samt bara 5,7 Undecided  Hélt ég væri gáfaðri en þaðTounge . Það er greynilega erfiðara að byrja að læra eftir öll þessi ár en ég héltPinch . En ætla að halda ótrauð áfram menntaveginn. Þetta gengur bara betur næstLoL .

Sól í Reykjavík???!!!

Hvað er eiginlega að ske með þetta veðurfar???? Öll rigningin okkar er í evrópu.

Annars er þetta að verða hálfleiðinlegt Frown. Hvenær á maður að hafa tíma til að þrífa heimilið? Maður getur varla verið inni, á kafi ofaní skúringafötunni, þegar sólin skín og fuglarnir syngja. Þetta er samt búið að koma mér ágætlega, í fríi frá þessari venjulegu launavinnu ( en er samt á fullum launum í sumar) Tounge. Fer bara með námsbækurnar út á pall og les og glósa í gríð og erg. Hendi verkefnunum inn í tölvuna á kvöldin. Ekkert mál. En mér finnst ég bara nýbyrjuð í þessu sumar fjarnámi, en það er bara mánuður í prófinFrown. Fær maður engann tíma til að læra.... ég meina.... þetta eru 3 ÞYKKAR skruddur sem maður þarf að þjösnast í gegnum á tæpum 2 mánuðum. Kannski var ég að fara pínu of geyst í byrjun. Í 3 áföngun og 9 einingumPinch. En sjáum til, sé allavega enn til sólar...


Yndislegur dagur

Hvað þessi dagur er búinn að gefa mér margt. Reyndar byrjaði hann seinnipartinn í gær, þegar elskulegur ektamakinn kom heim. Búinn að vera fyrir norðan í kulda og trekk alla vikuna. Alltaf gott að fá hann heim. Og hann hraut ekki einu sinni í nótt. Svo í morgun fór ég út á pall með morgunteið mitt að lesa blöðin. Fletti í gegn og skutlaði svo eiginmanninum niður á Sundahöfn. Hann var leiðsögumaður í einni rútu úr þessu stóra skipi. En samt fyndið að hann var með þetta sama skip norður á Akureyri í gær. En nóg með það... Þegar ég kom til baka, var ákveðið að byrja á krossgátunni í mogganum, meðan hlustað var á Ásgeir og Svansý á Bylgjunni. Var langt komin með gátuna þegar ég rak augun í ljóðið sem er alltaf til hliðar.... Og viti menn, þetta var ljóðið mitt sem ég samdi fyrir ca 3 vikum síðan og sendi bara í gamni. Svo maður er bara kominn á prent LoL.

Síðan hef ég verið að fá feedback frá kennurunum mínum í fjarnáminu. Allir 3 bara ánægðir með verkefnin mín. Fékk 7 í sálfræði 103. Þannig að er mjög montin með sjálfa mig. Gamla kellingin sem er bara að gera það gott, farin að halla vel í fimmtugt.

Ein í sjöunda himni

Skrifumst...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á fullu í sálfræðinni

Var ekki alveg að fatta þetta vebct. En nú er þetta allt að koma. Búin að standa í ströng í dag að koma frá mér verkefnunun. Það er svona að vera í fjarnámi þegar maður hefur ekki komið inn í skólastofu í ein 30 ár. Er að taka 3 áfanga í sumar,,, sumir komnir uppfyrir haus,,, Á eftir að fá feedback frá kennurunum. En þetta eru 9 einingar í sálfræði og heilbrigðisfræði. Geri bara mitt besta eins og alltaf.  Mér fannst best að byrja á einhverju auðveldu, spái seinna í þetta erfiða eins og stærðfræði, íslensku og latínu. Svo elskurnar... er ekki kominn tími á að sálgreina ykkur??? Bara jók.

Er bara ein á miðjum aldri ( samkvæmt sálfræðinni ).

Annars áttum við 17 ára sonurinn gott samtal í gærkvöldi. Áttaði mig á að ég er bara að fatta sálfræðina. Hann hafði sín issue, sem foreldri stöndum við oft kjaftstopp frammi fyrir. En með því að beita þessari litlu sálfræði sem ég er að læra, fóru hlutaðeigundur nokkuð sáttir að sofa.

Og hvernig getur það skeð að yngra barnið er afbrýðisamt út í eldra systkinið sitt. Þetta er venjulega öfugt.  


Hvað er verið að kenna manni???

Oft spáð í þessu, afhverju fæðist maður inn í tiltekna fjölskyldu??? Sumt fólk siglir í gegnum lífið án þess að fá varla skvettu á sig. Svo er annað fólk sem kemst varla úr kafi.

Hef mikið verið að hugsa um þetta undanfarið og líka hvernig við komum fram við foreldra og fjölskyldu. Það er sennilega mikið til í þeirri gömlu speki "að  það gera börn sem fyrir þeim er haft".

Nú er mamma gamla (75) búin að vera mikið veik undanfarin 2 ár. Okkur hefur ekki alltaf komið of vel saman. En nú virðist hún vera á batavegi, sem betur fer. Var á fjölskyldufundi með læknateyminu hennar í vikunni, ef fjölskyldufund skyldi kalla.... bara ég og sambýlismaðurinn hennar mættu. En þessi fundur opnaði augu mín svo sannarlega. Mamma hefur aldrei verið auðveld í umgengni. Hún hefur sjaldnast virt að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þegar hún hefur gengið fram af mér í gegnum tíðina, hef ég bara bakkað í burtu og ekki hlustað. Systkini mín hafa alltaf skammað mig fyrir að ég hafi ekki sinnt henni nóg. En hvað skeður núna??? Þau svo fúl út í mömmu, að þau mæta ekki einu sinni á fund. Það er víst ég sem sinni henni mest undanfarið að undanteknum englinum, sambýlismanni hennum.

En svo kom fram á þessum fundi með læknateyminu að sennilega hefur hún átt við að etja ofvirkni og athyglisbrest allt sitt líf. Það kom fram við heilarannsókn að það virðist vera frekar lítið blóðflæði í framheilanum. Og það veldur hömluleysi.... hún hefur enga bremsur á hegðuna. Þetta skýrir atferli hennar að öllu leyti. Hún hefur auðvitað ekkert skánað í þessum veikindum, er nú er ég hætt að púkka upp á þessi systkini mín. Hún hefur alltaf verið svona en afhverju að móðgast svona núna, meðan hún hefur verið líkamlega veik og er að byrja að ná sér.

 Þau hefðu átt að skamma mig meira í gegnum tíðina. Þannig að hvað er verið að kenna manni? Sennilega erum við sterkustu manneskjurnar þegar upp er staðið, sem hafa fengið góðar gusur í gegnum tíðina. Við allavega erum nógu sterkar til að standa ölduna af okkur.

Ég í rauninn vorkenni þessum systkinum mínum (ég er yngst). Þau eru svo upptekin af sínu lífi, að þau geta ekki horft í aðra átt. Enda var mér sagt að þau væru bara að lifa sínu lífi og mættu ekkert vera að því að sinna mömmunni, þannig að það dæmdist á mig á vera hjá henni allar helgar. En mitt líf er víst svo miklu minna virði en þeirra. En ég er glöð í dag að hafa lagt mitt af mörkunum. Held ég hafi lært heilmikið af þessu öllu og sé í leiðinni að verða betri manneskja


Yndislega sumarfrí...

Mikið er þetta góð tilhugsun að vera í fríi í allt sumar. Ok, verð á fullu í fjarnáminu en er að reyna að sannfæra fjármálastjóra heimilins að ég verði bara að fá fartölvu. Það gengur auðvitað ekki að þurfa að húka inni við námið þegar sólin skín og fuglarnir syngja.

Er alveg að verða búin að sannfæra hann um að mér gangi svo miklu betur að læra úti á palliWink. Svo náttúrulega ef veðrið er þungbúið, þá get ég hvort sem ekkert lært, er svo næm á hæðir og lægðir. Alveg bara ómöguleg þegar lægð er yfir mér og landinu, en í yfirgír þegar hæð sýnir sig.Smile.

En jibbí... sonurinn vonandi að fá bílprófið þann 21. Ég hlakka örugglega jafnmikið til 17 ára afmælisins og hann. Allt þetta skutl hingað og þangað, með hann undir stýriFrown. Litla greyið var í bóklega prófinu í vikunni og fór í gegn villulaustTounge.Verklega prófið verður á miðvikudaginn og krossum fingur að það verði líka villulaust. Annars held að við verðum að gefa honum GPS tæki í afmælisgjöf. Það vantar alveg ratarann í hann. Er alveg lost hvernig hann á að komast frá a til b. Hann er búinn að búa í borginni núna í 4 ár. Eini gallinn er sá að hann ratar alltaf heim.. bara jók...Smile

 


Hvað með ljóðið

Voruð þið ekkert að fatta þetta útpælda ljóð???Crying. Annars var þetta ekkert útpælt. Bara kom svona til mín, meðan ég var að marinerast í baðinu, eftir marenirgu í sólinni. Vissi bara ekki til að ég ætti þetta til. Bæði unglingurinn og eiginmaðurinn voru stórhrifnir. Mað má nú kannski vera montinn stöku sinnumJoyful Allt í einu... bara gaman að vera til


Hugleiðing um veðurfarið

Vorið er eins og lítil blómarós

Sendir okkur sólskinsbros

og veröld okkar sveipast gullnum geislum

Gefur okkur fyrirheit um sumarið 

Svo hleypur litla skottan burt og felur sig

bakvið föður sinn, vetur konung.

Kíkir stund og stund á tilvonandi ríki sitt og brosir.

Síðan þroskast hún í sumarið, með dynti gelgjunnar

Með haustinu er hún orðin fullvaxta.

Úttroðin af ávöxtum sumarsins, gengur hún að eiga

tilvonandi vetur konung.

Í fyllingu tímans fæðir hún svo vorið


Fyrst ég er komin í stuð

Vitiði nokkuð um verk í brjóstkassa?

Mig grunar að annað lungað mitt sé samfallið að hlutaFrown

 Allavega er ég með slæman verk við vinstra brjóstið. Þetta byrjaði bara sakleysislega fyrir nokkrum vikum. Búin að vera með frekar slæman reykingahósta í nokkra mánuði. Alltaf með kvef og hósta. En núna er verkurinn orðinn mjög sár og varla hægt að hósta upp drullunni. Eins er mér svo illt í bakinu. Þannig að allt bendir til að lungað hafi fallið saman að hluta. En þar sem það hefur svo sem skeð áður, hef ég ekki miklar áhyggjur. Þetta lagast örugglega.

En ef einhver ykkar hefur svipaða sjúkrasögu, endilega látið mig vita

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband