Enn og aftur mánudagur alveg að koma

Sæl og blessuð öll ykkar sem nenna að kíkja á barabull.

Helgin að klárast, og bara 2 vikur eftir í vinnunni.... HÚRRA.  Þetta er svo góð tilhugsun, að geta verið í fríi í allt sumar, en samt á fullum launumCool. Var að semja um að ég kem einu sinni til tvisvar í viku í júní. Bara svona 4 tíma í senn til að líta eftir hlutunum og aðstoða ef með þarf. Fæ það að sjálfsögðu greitt. Eigandinn mjög ánægður með það. Nú er verið að ræða málin, vil ég koma aftur í haust, ef góð launahækkun fylgir með? Ég segi bara að það má skoða málin....

En þó ég sé búin að panta gott sumar og köngulóarkallinn búinn að lofa að koma og eitra, þá verður ábyggilega rigning í höfuðborginni allt sumarið. Er alltaf svo " heppin " með veður þegar maður er í fríi. Gleymi aldrei sumrinu 1983. Var í fæðingarorlofi og það voru 5 þurrir dagar. Ekkert skárra 1990 mjög gott veður til 21 júní. En þá kom ég heim með eitt nýtt barn í viðbót. Rigning og rok eftir það. Svo fyrst ég er í fríi í sumar, þá verður ekkert sólbaðsveður.  Ok, ætla bara að sofa fram eftir degi, síðan sinna fjarnáminu fram á kvöld. Kannski bara best að veðrið sé ekkert að flækjast fyrir... á ekki fartölvu... til að fara með út á pall.

Eldri sonurinn að fara aftur til Florida á morgun. Hann var úti í Hrísey um helgina. Fannst það frekar spes. Vestmannaeyjar bara stórborg miðað við þetta. Hann var að koma heim áðan, en veit ekki hvort hann er þunnur eða bara þreyttur. Hefur víst ekkert sofið síðan aðfaranótt föstudags.

En ég tók helgina til að sofa, að mestu. Laugardag vaknaði ég um 05.30, drakk vel af pilsner, og hann svæfði mig þokkalega. Fór á fætur um 10 leytið. Sinnti þessum óendanlegum heimilisverkum.

 Við hjónakornin nenntum ekki að vaka mjög lengi yfir kosningunum. Vorum bara komin í svefn um  miðnættið.  Svo var ég steinsofandi í morgun þegar klukkan hans hringdi, rúmlega 10. Aldrei  slíku vant var ég sofandi. Er venjulega vöknuð og farin frammúr um ekki seinna er 09.30 Alltaf á undan honum. En þegar klukkan hringdi í morgun var ég steinsofandi. En ég spurði ektamakann, hvort hann vaknaði alltaf með þessi orð á vörunumSmile Hann sagði " andskotinn" Jú, ég veit að það er ekkert skemmtilegt að vakna á sunnudagsmorgni, en greyið er að fara í próf á mánudag, svolítið stressaður. En þegar hann var farinn upp í skóla, til að læra í friði, fór ég bara aftur upp í rúm. Var bara að lesa og hafa það gott. En ég steinsofnaði aftur... Var ekki almennilega vöknuð fyrr en um 4 leytið..... Æði....

Skrapp upp í Grafarvog að heimsækja mömmu og Jakob. Sú gamla fær helgarfrí frá Landakoti..

Annars er ekkert að frétta.

Þið skiljið auðvitað að þetta er barabull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband