Færsluflokkur: Bloggar

Fyrst ég er komin í stuð

Vitiði nokkuð um verk í brjóstkassa?

Mig grunar að annað lungað mitt sé samfallið að hlutaFrown

 Allavega er ég með slæman verk við vinstra brjóstið. Þetta byrjaði bara sakleysislega fyrir nokkrum vikum. Búin að vera með frekar slæman reykingahósta í nokkra mánuði. Alltaf með kvef og hósta. En núna er verkurinn orðinn mjög sár og varla hægt að hósta upp drullunni. Eins er mér svo illt í bakinu. Þannig að allt bendir til að lungað hafi fallið saman að hluta. En þar sem það hefur svo sem skeð áður, hef ég ekki miklar áhyggjur. Þetta lagast örugglega.

En ef einhver ykkar hefur svipaða sjúkrasögu, endilega látið mig vita

 


Loksins skólinn...

Jæja, var mín bara ekki að byrja í skólanum í dagWink Þannig að dagurinn var bara tekinn snemma. Á fætur kl.09.00 sem er auðvitað fyrir allar aldir, hjá heimavinnandi letihaug. Sonurinn átti nefnilega tannlæknatíma kl.10.Tounge. Síðan smá pínu húsverk. Svo beint út á pall með námsbækurnar. Sálfræði, þroskafræði og heilbrigðisfræði. Tókst að lesa nokkurnveginn fyrsta kaflann í þeim öllum. En að muna öll þessi hugtök og hvað þessir karlar hétu, sem vitnað var í, það verður erfitt að koma því inn í minn þykka haus. Sérstaklega þegar maður hefur ekki komið nálægt skóla ( sem nemandi ) í 30 ár. Guð hvað maður eldist hrattW00t. En ætla að reyna að taka þetta með trompi, enda finnst mér þetta skemmtileg fög.  En í haust og vetraráfanganum koma ýmis fög sem eru ekki eins áhugaverð. Eins og stærðfræði, latína og fleira misskemmtilegtFrownEn það er aldrei að vita nema að sú gamla verði orðin löggildur hjúkrunar og móttökuritari eftir áriðHappy. Þá er bara að tækla þetta fjarnám, enda er ég með misvel menntaða herramenn á heimilinu, sem ættu að geta aðstoðað. Ektamakinn er háskólamenntaður og litla dýrið ( að verða 17 og er að fá bílprófið) er í menntó. Svo er aldrei að vita hvað kötturinn getur kennt mér, vissa atferlisfræðiLoL.kannski...

En ég hlakka bara til að takast á við þetta... og sætti mig ekki við einkunnir undir 8 og hananú.

Svo er bara æðislegt að vera heima allt sumarið, en varið ykkur, hérna á suðvesturhorninu. Ég í sumarfríi = rigning. Þannig búið ykkur undir rigningarsumarCrying. Sorry, verð örugglega að vinna það næsta og þá verður hitabylgja, pottþétt.

Þangað til seinna...


Ekki feigur

Mikið var hann Þráinn ljónheppinn að komast svona vel frá nauðlendingunni á Daytona beach. Og skemmdi ekki einu sinni vélinaSmile Hann er greinilega mjög góður flugmaður og höndlaði aðstæður eins og best verður á kosið

Sonur minn er í flugnámi þar og eru þeir Þráinn góðir vinir og búnir að þekkjast lengi.

En það var ekki skemmtilegt bloggið hjá syninum eftir þetta atvik. Hann var í sjokki.

Annars er ég þannig þenkjandi að við förum þegar við eigum að fara, hvorki degi fyrr né seinna. Þannig að ég hef bara passlegar áhyggjur af syninum í háloftunum.

Hann var ákveðinn í því að verða flugmaður 8 eða 9 ára gamall og notaði fermingarpeningana í fyrstu flugtímana. Hann var kominn með sólóið 16 ára. Þá var hann bara með æfingaleyfi á bílinn. Þannig að ef hann þurfti að skreppa á milli sveitarfélaga, þá var spurningin... Þarf ég að sitja hjá honum, eða er nóg að ég skutli honum út á flugvöll, þá mátti hann fljúga einn hvert sem hann vildi. Skondið... Síðan fékk hann einkaflugmanninn 17 ára og er núna að berjast við að ná atvinnufluginu, sem gengur víst bara nokkuð vel þarna á Daytona. Þannig að ég er bara mjög ánægð með afkvæmiðSmile

En nóg í bili, bless

 


Jæja, kannski kominn tími

Halló, allir nær og fjær. Er búin að hafa það bara náðugt, eftir að ég hætti að vinna ( tæp vika )Smile

Er búin að vera svo upptekin við að gera ekki neitt. Svo hefur veðrið alltaf svona áhrif á mig.

Var búin að spá því fyrir meira en mánuði,  að það myndi byrja að rigna fyrsta júní, og það stóðst. Auðvitað... það var náttúrulega dagurinn sem ég byrjaði í fríinu. Hef sjaldan tekið sumarfrí, en þá rignir alltafAngry.

En er að fara út að borða á eftir með "gömlu vinnunni" á Hereford steak house, hvorki meira né minna, erum í góðu sambandi við eigendur, þannig að það er allt fríttWink.

Svo byrjar skólinn á mánudaginn, svo eins gott að hlaupa af sér hornin áður en alvaran byrjar aftur.

En endilega elskurnar, bara að muna að kvitta fyrir innlitið


Loksins fæðist eitthvað...

Ætla að byrja á að þakka ykkur innlitið. Greinilega einhverjir að vonast eftir nýju bloggi.

En allt við það sama, er enn á lífi. Nokkurnvegin

Annars skeði svolítið fyndið eina nóttina.... Makinn að fara eldsnemma í hringferð og prófferð með leiðsöguskólanum. Þá vaknar hann um miðja nótt, við það að ég er að reyna að ná koddanum hans.

Hann spyr alveg gáttaður " Hvað" en ég segi bara " uss, haltu áfram að sofa"  Þannig gekk þetta víst í nokkur skipti. En að lokum þreif ég koddann og flissaði eins og smástelpa. Ég man eftir að vera komin með koddann hans, en var fljót að skila honum aftur. Ekkert svo þægilegur. ;)

Svo þegar hann kom úr ferðinni.... Byrjar hann ekki að hrjóta um leið og ég var að sofna... Ég sparka í hann og það er þögn.... er alveg að sofna aftur þá kemur hhhrrrroootttt.....

Svona gekk þetta alla nóttina... Þurfti að mæta í vinnu ósofin. Það er virkilega vont að fá ekki svefninn sinn.

 Annars er ég búin að vera að prófa ýmiskonar dæmi, til að sofa. Er yfirleitt vöknuð milli 4 og 5 á morgnana. Er akkúrat að sofna aftur um hálf 7, en þá þarf maður að fara á fætur eftir korter.

Fór á læknavaktina um daginn og fékk eitthvað sem á að hjálpa mér að sofa alla nóttina. Þetta er ekki svefnlyf, heldur geðlyf. En þetta virðist virka. Ég vakna snemma á morgnana, en á auðveldara með að sofna aftur.

Ógeðslega gott að fá 3ja daga helgarfrí... En svo er bara að vinna í 3 daga, svo er ég hætt í vinnunni og skólinn tekur við.... Get varla beðið...


Enn og aftur mánudagur alveg að koma

Sæl og blessuð öll ykkar sem nenna að kíkja á barabull.

Helgin að klárast, og bara 2 vikur eftir í vinnunni.... HÚRRA.  Þetta er svo góð tilhugsun, að geta verið í fríi í allt sumar, en samt á fullum launumCool. Var að semja um að ég kem einu sinni til tvisvar í viku í júní. Bara svona 4 tíma í senn til að líta eftir hlutunum og aðstoða ef með þarf. Fæ það að sjálfsögðu greitt. Eigandinn mjög ánægður með það. Nú er verið að ræða málin, vil ég koma aftur í haust, ef góð launahækkun fylgir með? Ég segi bara að það má skoða málin....

En þó ég sé búin að panta gott sumar og köngulóarkallinn búinn að lofa að koma og eitra, þá verður ábyggilega rigning í höfuðborginni allt sumarið. Er alltaf svo " heppin " með veður þegar maður er í fríi. Gleymi aldrei sumrinu 1983. Var í fæðingarorlofi og það voru 5 þurrir dagar. Ekkert skárra 1990 mjög gott veður til 21 júní. En þá kom ég heim með eitt nýtt barn í viðbót. Rigning og rok eftir það. Svo fyrst ég er í fríi í sumar, þá verður ekkert sólbaðsveður.  Ok, ætla bara að sofa fram eftir degi, síðan sinna fjarnáminu fram á kvöld. Kannski bara best að veðrið sé ekkert að flækjast fyrir... á ekki fartölvu... til að fara með út á pall.

Eldri sonurinn að fara aftur til Florida á morgun. Hann var úti í Hrísey um helgina. Fannst það frekar spes. Vestmannaeyjar bara stórborg miðað við þetta. Hann var að koma heim áðan, en veit ekki hvort hann er þunnur eða bara þreyttur. Hefur víst ekkert sofið síðan aðfaranótt föstudags.

En ég tók helgina til að sofa, að mestu. Laugardag vaknaði ég um 05.30, drakk vel af pilsner, og hann svæfði mig þokkalega. Fór á fætur um 10 leytið. Sinnti þessum óendanlegum heimilisverkum.

 Við hjónakornin nenntum ekki að vaka mjög lengi yfir kosningunum. Vorum bara komin í svefn um  miðnættið.  Svo var ég steinsofandi í morgun þegar klukkan hans hringdi, rúmlega 10. Aldrei  slíku vant var ég sofandi. Er venjulega vöknuð og farin frammúr um ekki seinna er 09.30 Alltaf á undan honum. En þegar klukkan hringdi í morgun var ég steinsofandi. En ég spurði ektamakann, hvort hann vaknaði alltaf með þessi orð á vörunumSmile Hann sagði " andskotinn" Jú, ég veit að það er ekkert skemmtilegt að vakna á sunnudagsmorgni, en greyið er að fara í próf á mánudag, svolítið stressaður. En þegar hann var farinn upp í skóla, til að læra í friði, fór ég bara aftur upp í rúm. Var bara að lesa og hafa það gott. En ég steinsofnaði aftur... Var ekki almennilega vöknuð fyrr en um 4 leytið..... Æði....

Skrapp upp í Grafarvog að heimsækja mömmu og Jakob. Sú gamla fær helgarfrí frá Landakoti..

Annars er ekkert að frétta.

Þið skiljið auðvitað að þetta er barabull


Loksins föstudagur

Jæja, þá er langri og leiðinlegri vinnuviku lokið.

En þar sem ég vinn rétt hjá Hlemmi og var búin í vinnunni rétt fyrir 4, ákvað ég að kíkja aðeins á risessuna. Mikið er þetta rosalega flott. Maður fékk bara gæsahúð, þetta er svo frábærlega unnið.

Að sjá svona sjóv, bætti alveg upp vinnuvikuna. Er að spá í að skreppa og sjá aðeins meira á morgun. Allavega voru sumir hótelgestirnir hálfhræddir, sáu sundurskorinn strætó og gaffal í gegnum bíl og fleira. Héldu að það hefði verið meirháttar uppþot. En við útskýrðum að þetta væri bara venjuleg helgiLoL Alltaf gaman að djóka í útlendingunum.


Mánudagur til mæðu???

Af hverju eru svo miklu oftar mánudagar en föstudagar??? Mánudagurinn er kominn áður en maður veit af, en alltaf löng bið eftir föstudeginum.

Kannski er maður bara búinn að fá ógeð á vinnunni.... En húrraGrin bara 16 vinnudagar eftir.

Sótti reyndar um aðra vinnu um daginn, og var ekki kellan boðuð í viðtal á morgun. En þar sem yfirmaðurinn minn vill endilega hafa mig í ráðum, um eftirmanninn, þá er ég bara upptekin í viðtölum akkúrat á morgun. Svo það er spurningin, fer ég í viðtal eða tek ég viðtöl???

Annars er týndi sonurinn heima sem stendur. Hann er í námi erlendis, en er í heimsókn núna í nokkra daga. Hann og eiginmaðurinn eru ansi líkir á ýmsum sviðum ( ekki feðgar ). Þeim lenti illa saman á laugardagskvöldið, báðir búnir að fá sér aðeins í glas. Síðan hefur mátt skera andrúmsloftið á milli þeirra með hníf. Þannig að aumingja ég er eins og á milli steins og sleggju. Reyni samt alltaf að taka ekki afstöðu, ef það er er ekkert prinsipp mál, sem var ekki í þetta sinn.

Er drullufúl út í kallinn og krakkann. Afhverju getur fullorðið fólk ekki hagað sér sem slíkt???

Jæja, er alveg að sofna..... barabull fyrir þá sem nenna að skoða síðuna


Veslalings stúlkan hún Paris

Örugglega ekkert skemmtilegt að þurfa að taka ábyrgð á eigin lífi, komin vel yfir tvítugt.

 

Þessi vesalings forréttinda grey. Alltaf einhver til staðar til staðar að bjarga hlutunum.

En greyið.... fangelsisbúningurinn ógeðslega appelsínugulur, passar ekkert við hennar litarhaft. Og guð, engir hælaskór. En meiga fangar nota makeup?


Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband