Færsluflokkur: Bloggar

Aftur komin helgi...

Hafið þið einhverntímann spáð í þetta orðalag... helgi... Þetta á víst að vera heilagur tími hjá okkur. Tími til að sinna heimili, og öllu öðru. En í lífsgæðakapphlaupinu, gleymum við oft hvað fellst í þessu orði... helgidagur... Hjá okkur venjulega fólkinu, táknar þetta hvíldartíma. En er þetta svo mikill hvíldartími??? Það þarf að þrífa heimilið, hafa samskipti við aðra heimilismeðlinga, versla, kannski einhver boð og ekki gleyma að fá að sofa út.

Mér finnst ég vera bara þreyttari eftir helgarnar en virku dagana.

Þessi helgi er uppbókuð... Þarf að skúra heima hjá mér á morgun og fara í nettann verslunarleiðangur. Síðan er afmælisboð um kvöldið. Reyndar get ég valið úr tveinur boðum.  Á sunnudag eru 2 fermingarveislur, svo þarf ég að komast inn á milli í heimsókn til mömmu. Þannig að maður er bara útjaskaður eftir "helgina". 

 


Helgin...

Það fór nú frekar lítið fyrir þessari helgi. Á laugardagsmorguninn var ég glaðvöknuð kl.8... Ekki möguleiki að sofa meira. Svo var náttúrulega rok og rigning sem dró úr mér alla orku. Þannig að það var bara væblast um þann daginn. Náði reyndar að leggja mig smá seinnipartinn.

Sunnudagurinn fór í að ná í mömmu gömlu upp á spítala, þar sem hún var loksins útskrifuð eftir nærri 4ra mánaða legu. Og þar sem maðurinn hennar var að vinna, þurfti ég að vera hjá henni til 8 um kvöldið. Hún hefur takmarkaða hreyfigetu og getur ekki verið ein heima að sinni. En það stendur vonandi til bóta.

Svo er næsta helgi líka fullbókuð. Fertugsafmæli á laugardagskvöldið og 2 fermingarveislur á sunnudag, og er maður líka á bakvakt eins og venjulega. Er hálfpartinn að vonast eftir að þurfa að fara í vinnuna, mér leiðist ekkert meira en veislur. Jæja, CSI að byrja, verð víst að halda kallinum félagsskap við imbann


Og smá meira

Hvað er að verða um þennan þjóðflokk, ekkert kemst að nema peningar. Skemma landið nógu mikið með virkjunum og vegaframkvæmdum. Ég skil þetta ekki alveg... sennilega of heimsk. Og 10 min í kostningar, verð reyndar að viðurkenna að vera ekki mjög pólitísk. En það kemur fyrir að mér fynnst þessir þingmenn vera í sandkassaleik. Ef þingmennirnir okkar eru ekki þroskaðri en svo, þá er eins gott að skila auðu, eins og að kjósa þetta yfir sig. En eins og ég sagði í byrjun... eru ekki bara peningarnir að stjórna þessu fólki. En það er svo skrýtið.... þú kaupir ekki hamingjuna. Þú verður að vinna fyrir henni hörðum höndum, á lúsarlaunum. Yfirleitt er það fátækasta fólkið sem á mest af hamingju. Þetta ríka lið, er of önnum kafið að græða meira, til að það sé hamingjusamt.

Er hvorki rík né fátæk... En hef nóg til að að hafa þak yfir höfuðið og mat á borðum. En ekki mikið meira en það.... en við þurfum að vinna mikið, En ég er þokkalega hamingjusöm. Á góðan mann og yndislega syni. Þarf ekkert meira....


Snilld hjá Spaugstofunni

Alveg frábært að setja nýjan texta við þjóðsönginn. Við Íslendingar erum á harðahlaupum kringum gullkálfinn. Þetta hjá þeim var þörf ábending.

Og þá er komið að því...

Já, þá er dagurinn að renna upp. Mamma gamla búin að vera á sjúkrahúsi í næstum 4 mánuði og meira eða minna síðan í haust. Búin að fara í 2 uppskurði á tímabilinu og vera inni á gjörgæslu nokkrum sinnum. En það á að útskrifa hana af spítalanum á sunnudaginn, húrra... En hún getur ekki séð um sig sjálf. Er hálf máttlaus í löppunum og kemst ekki hjálparlaust um. Svo er hún líka komin með stoma poka. Þannig að við systkinin ætlum að reyna að skiptast á að vera hjá henni þegar maðurinn hennar er að vinna. ( ekki pabbi okkar ). Og mitt fyrsta skipti verður að ná í hana á sunnudaginn eftir hádegið og vera hjá henni til ca. 21.00. Kerlingar greyið er hálf erfið, er ekki vön að geta ekki séð um sig sjálf og er komin á hálfgert mótþróaskeið. Vill ekki borða og drekkur lítið. Og allir eru svo vondir þegar á að reyna að ná henni framúr rúminu. Þannig að mér sárkvíður fyrir verkefninu. Og ef ég þarf að skipta um stoma poka..... Ógeð, en læt mig hafa það ef þörf krefur. Ég sem get ekki hreinsað upp æluna eftir köttinn. En það kemur kannski í ljós, hvað í mér býr. Held ég geti höndlað allt, ef enginn annar er til staðarSmile Hef allavega gert það hingað til

 

Nóg í bili... Bara Hrund og Kári þurfa ekki að kvitta


Það blæs

Meira rokið alltaf undanfarið.... Rok og rigning dregur alltaf úr mér allann mátt. Vildi frekar hafa stórhríð, það er svo miklu skemmtilegra. Það er eitthvað svo rómó við hríðina, svo langar mig alltaf út að labba í þannig veðri, En rigningin er allt öðruvísi. Þá er allt svo dimmt, blautt og kaltCrying. Annars er ég að hafa áhyggjur að gelgjunni. Hann þarf að koma sér heim úr vinnunni um 22.30 í þessu veðri. Bíllinn bilaður þannig að ekki er hægt að sækja hann.

Annars var ég að vona að vorið væri að koma. Laukarnir mínir allir að skjóta upp kollinum. Svo þarf að muna að hafa samband við köngulóar killerinn. Ætlum að láta eitra þakið og svalirnar fyrir þessum ófögnuði. Er með köngullóar fælni á háu stigi, bara það að skrifa orðið, fæ ég hroll og gæsahúð, tvisvar í þesum póstiFrown.

Bless í bili.... og muna...... bara að kvitta


Ja há

Greinilega margir sem bíða spenntir eftir barabulli. Eftir færsluna áðan, fjölgaði innlitum um helmingPinch  En enginn kvittarCrying ... En þið örfáu... Takk, takkSmile

Loksins ákvörðun...

Þá er komið að því. Búin að taka stóru ákvörðunina... Ætla að segja upp vinnunni  um mánaðarmótin og reyna að fá "þægilega innivinnu" eins og unglingurinn segir. Það gengur ekki að vera í hundleiðinlegri vinnu, komin á þennann aldurWink. Það er núna eða aldrei að komast á rétta hillu. Það leiðinlega við vinnuna mína í dag, er að ég fæ bara útlendina til starfa ( enda lágláglaunastarf) og þær eru allar meira og minna mállausar á íslensku eða ensku. Helst að þær tali pólsku eða rússnensku. Er reyndar að ég held, að læra meira í pólsku en þessar elskur í íslensku.

En get bara ekki staðið í því, að vera stjórnandi sem getur illa haft samskipti við fólkið sem ég á að stjórna. Orðin þreytt á táknmáli og sýnikennslu. Svo er ekkert gaman í vinnu, þegar ekkert er hægt að spjalla í matar og kaffitímum. Svo er stjórinn alltaf um hver mánaðarmót, alveg brjálaður yfir alltof háum launakostnaði... Halló, allir eru á lágmarkslaunum. Svo munið það að fara aldrei að vinna hjá litlu fjölskyldufyrirtækiAngry.

En elsku vinir, vandamenn og allir hinir.... Það er ekki svo mikið mál að kvitta fyrir innlitið.

Þar til seinna, líði ykkur sem allra best. Og don't let the bed bugs biteGrin


Hver eruð þið???

Er orðin ansi forvitin að vita hvaða fólk er að kíkja á síðuna. Er með frá 5 til 20+ innlit á hverjum degi. Enginn skilur eftir trace.... Aðeins meiri kurteisi kæru vinir, og hlakka líka til að heyra frá óvinum.

Loksins

Það var mikið að Gylfi datt út.... Átti að vera löngu farinn, hefur ekki X-Factorinn. Hann hefur hangið inni á kosnað Allans. Mér hafði aldrei dottið í hug að við íslendingar væru svona miklir rasismar. Var samt mjög hissa á að Inga kæmist áfram. Hún er góður söngvari, en ekki kannski í þessum þætti. Hún ætti að einbeita sér að country tónlist.

Annars orðin mega þreytt eftir vinnuvikuna... Mesta furða að ég skuli vera með með meðvitund ennþá. Er farin í bólið

Heyrumst seinna........................ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzz


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

barabull

Höfundur

Fishandchips
Fishandchips

Er bara á besta aldri. 2 krakkar, misjafnlega uppkomnir, kall og 2 kettir á heimilinu. Finnst bara gaman að bulla smá og hafa samskipti við allskonar fólk

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband